Erlent

Réttað yfir hryðjuverkamanni

Lögreglumenn á vettvangi eftir árásirnar í júlí í fyrra. Mynd/AP
Lögreglumenn á vettvangi eftir árásirnar í júlí í fyrra. Mynd/AP
Réttarhöld yfir karlmanni sem átti aðild að hryðjuverkaárásnum á tvö bandarísk glæsihótel í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í júlí á síðasta ári hófust í gær. Hann er fyrsti maðurinn sem réttað er yfir vegna árásanna en maðurinn á yfir höfði sér dauðadóm.

Átta manns létu lífið og meira en fimmtíu, flestir Vesturlandabúar, særðust í tveimur sjálfsvígsárásum þegar sprengjur sprungu næstum samtímis í anddyri hótelanna Marriott og Ritz-Carlton. Þar með lauk fjögurra ára hléi á árásum hryðjuverkamanna á Vesturlandabúa í Indónesíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×