Erlent

Sóknin í Afganistan gengur samkvæmt áætlun

MYND/AP

Stórsókn NATO herliðsins í Afganistan hefur staðið yfir í dag með fulltingi afganskra hermanna. Um er að ræða mestu hernaðaraðgerð frá því innrásin í Afganistan var gerð árið 2001 og þá fyrstu síðan Barack Obama bandaríkjaforseti fyrirskipaði um fjölgun hermanna í landinu í desember.

Ætlunin er að brjóta á bak aftur andspyrnu Talíbana í Helmand héraði en hingað til hafa hermennirnir mætt lítilli mótspyrnu. Sóknin sækist þó seint þar sem Talíbanar hafa á flótta sínum skilið eftir sprengjur og gildrur ýmisskonar til þess að tefja sóknina.

Enn hafa engar fregnir borist af mannfalli úr liði NATO en þrír bandarískir hermenn létust þó annarsstaðar í landinu í morgun þegar sprengja sprakk í vegarkanti. Að minnsta kosti 20 Talíbanar hafa verið felldir að því er talsmenn herliðsins segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×