Erlent

Brottflutningur skipverja hafinn frá Ísrael

Stjórnvöld í Ísrael hafa hafið brottflutning þeirra hundruða skipverja sem voru um borð í skipalestinni með hjálpargögn á leið til Gaza í vikunni.

Samkvæmt frétt á BBC voru 120 þeirra fluttir með rútu til Jórdan í gærkvöldi. Talið er að tæplega 700 manns hafi verið um borð í skipunum og er megnið af þeim enn í gæslu Ísraela.

Eins og kunnugt er hafa aðgerðir Ísraela gegn skipalestinni vakið hörð viðbrögð víða í heiminum. Málið gæti haft mjög alvarleg eftirköst því samkvæmt frétt í Jerusalem Post eru tyrknesk yfirvöld nú að íhuga að senda eina af flotadeildum sínum með næsta skipi sem ætlar að reyna að rjúfa hafnarbann Ísraela á Gazasvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×