Erlent

Leigubílstjórinn skildi ekki eftir sjálfsmorðsbréf

Bird varð tólf manns að bana áður en hann stytti sér aldur
Bird varð tólf manns að bana áður en hann stytti sér aldur Mynd/AP
Rannsóknarlögreglan í Bretlandi segir að leigubílstjórinn Derrick Bird sem skaut 12 manns til bana á miðvikudaginn hafi ekki skilið eftir sjálfsmorðsbréf eða lista yfir hugsanleg skotmörk.

Tilefni morðanna er því enn hulin ráðgáta en getgátur hafa verið uppi um að tilefnið séu deilur Birds sem hann átti í við fjölskyldu sína og vinnufélaga. Lögreglan segir að enn sé margt óljóst og að það taki tíma að púsla saman upplýsingum um ferðir Birds og hugsanlegar ástæður fyrir morðunum.

Bird varð tólf manns að bana áður en hann stytti sér aldur. Ellefu manns að auki þurfti að flytja á sjúkrahús og þar af voru þrír í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×