Erlent

Eva Joly fær nýjan keppinaut í Frakklandi

Óli Tynes skrifar
Brigitte Bardot áður en hún varð 76 ára.
Brigitte Bardot áður en hún varð 76 ára.

Leikkonan Brigitte Bardot hefur verið beðin um að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem haldnar verða í Frakklandi árið 2012. Það er flokkur umhverfissinna sem vilja fá hana í framboð.

Síðan hún hætti að leika í kvikmyndum á sjöunda áratugnum hefur Bardot verið í sviðsljósinu vegna skoðana sinna á ýmsum málum.

Hún er ákafur dýravinur og vill meðal annars setja lög um að dýr verði deyfð áður en þeim er slátrað með því að skera þau á háls, samkvæmt siðum múslima.

Hún hefur einnig sterkar skoðanir á innflytjendum og samkynhneigð og hefur oft verið sektuð fyrir ummæli sem hafa þótt óviðurkvæmileg. Engu að síður er hún mjög dáð í heimalandinu. Brigitte Bardot er nú 76 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×