Erlent

Rauða kross námskeið fyrir talibana

Óli Tynes skrifar

Alþjóða Rauði krossinn hefur varið þær gjörðir sínar að halda námskeið í hjálp í viðlögum fyrir talibana í Afganistan. Slík þriggja daga námskeið hafa verið haldin í fjögur ár.

Samtökin voru gagnrýnd fyrir þetta í fjölmiðlum og á bloggsíðum víða um heim.

Talsmaður Rauða krossins segir að þetta sé í samræmi við þá stefnu þeirra að taka ekki afstöðu í hernaðarátökum heldur aðeins að veita mannúðaraðstoð.

Samskonar kennsla hafi farið fram í Darfur í Súdan og meðal liðsmanna Hamas á Gaza ströndinni.

Talsmaður herstjórnar NATO í Afganistan segir að þeir hafi ekkert við þetta að athuga.

Þeir skilji vel nauðsyn Rauða krossins til að sýna hlutleysi enda sé það lykilþáttur í að liðsmenn hans fái aðgang að átakasvæðum.

Talsmaðurinn benti á að hersveitir NATO hafi iðulega hlúð að særðum talibönum og muni halda því áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×