Lífið

Lísa í Undralandi sjötta stærsta mynd sögunnar

Lísa í Undralandi hefur þénað yfir einn milljarð dollara í miðasölu um allan heim.
Lísa í Undralandi hefur þénað yfir einn milljarð dollara í miðasölu um allan heim.

Lísu í Undraland eftir Tim Burton hefur unnið það einstaka afrek að raka inn einum milljarði Bandaríkjadala í miðasölu.

332 milljónir komu inn í kassann í Bandaríkjunum og 667 milljónir á öðrum svæðum. Þetta þykir nokkuð merkilegt því þetta er aðeins sjötta myndin í sögunni sem nær þessu takmarki.

Hinar eru Avatar, Titanic, Síðasta Hringadróttinssögumyndin, Dark Knight og þriðja myndin um Jack Sparrow og hina ribbaldana í Karíbahafinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.