Kristbjörg Þórisdóttir: Tækifærið er núna! Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 27. maí 2010 10:23 Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.Notendastýrð persónuleg aðstoð Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Þeir notendur sem geta ekki haldið utan um félagið sjálfir gætu haft umboðsmann sem sér um það og dæmi er um slíkt hér á landi. Foreldrar gætu einnig mögulega séð um verkefnið fyrir hönd barna sinna til 18 ára aldurs. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar. Aðrir flutningsmenn eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin. Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum. Höfundur skipar 12. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.Notendastýrð persónuleg aðstoð Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Þeir notendur sem geta ekki haldið utan um félagið sjálfir gætu haft umboðsmann sem sér um það og dæmi er um slíkt hér á landi. Foreldrar gætu einnig mögulega séð um verkefnið fyrir hönd barna sinna til 18 ára aldurs. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar. Aðrir flutningsmenn eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin. Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum. Höfundur skipar 12. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun