Kristbjörg Þórisdóttir: Tækifærið er núna! Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 27. maí 2010 10:23 Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.Notendastýrð persónuleg aðstoð Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Þeir notendur sem geta ekki haldið utan um félagið sjálfir gætu haft umboðsmann sem sér um það og dæmi er um slíkt hér á landi. Foreldrar gætu einnig mögulega séð um verkefnið fyrir hönd barna sinna til 18 ára aldurs. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar. Aðrir flutningsmenn eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin. Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum. Höfundur skipar 12. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.Notendastýrð persónuleg aðstoð Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Þeir notendur sem geta ekki haldið utan um félagið sjálfir gætu haft umboðsmann sem sér um það og dæmi er um slíkt hér á landi. Foreldrar gætu einnig mögulega séð um verkefnið fyrir hönd barna sinna til 18 ára aldurs. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar. Aðrir flutningsmenn eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin. Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum. Höfundur skipar 12. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun