Erlent

Gíslar biðla til Camerons

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mannræningjarnir búast við því að Cameron bregðist við. Mynd/ AFP.
Mannræningjarnir búast við því að Cameron bregðist við. Mynd/ AFP.
Breskt par sem sómalskir sjóræningjar rændu á Indlandshafi í október síðastliðnum biðla til Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, um hjálp. Fólkið er enn í haldi ræningjanna. Eftir því sem fram kemur á Sky fréttastöðinni vilja þau að Cameron gefi út yfirlýsingu um það hvort ríkisstjórn hans hyggist hjálpa þeim. Sé ríkisstjórnin ekki reiðubúin til þess að aðstoða þau, verði Cameron að segja frá því, vegna þess að mannræningjarnir búist við að ríkisstjórn hans beiti sér í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×