Erlent

Tefja fyrir nýjum samningi

Nikolaj Makarov Yfirmaður rússneska heraflans. nordicphotos/AFP
Nikolaj Makarov Yfirmaður rússneska heraflans. nordicphotos/AFP
Flugskeytavarnar­áform Bandaríkjanna eru ógn við öryggi Rússlands, segir Nikolai Makarov, yfirmaður rússneska heraflans. Hann segir þessi áform, jafnvel í þeirri breyttu mynd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gefið þeim, hafi tafið fyrir viðræðum ríkjanna um nýjan afvopnunarsamning.

„Við lítum þau mjög neikvæðum augum, því þau geta veikt flugskeytaherafla okkar,“ sagði Makarov í rússnesku sjónvarpi í gær.

Ummæli hans eru þau hörðustu til þessa frá rússneskum stjórnvöldum í garð endurskoðaðra áforma Bandaríkjamanna.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×