Ecclestone fékk göngugrind með væng og stýri í 80 ára afmælisgjöf 26. október 2010 16:00 Chrstian Horner, Bernie Ecclestone og Sebastian Vettel við göngugrindina sem útbúinn var í tilefni af afmæli Ecclestones. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Bernie Ecclestone sem stýrir gangi mála í Formúlu 1 á 80 ára afmæli 28. október, eftir tvo daga og í tilefni af því brugðu Red Bull menn á leik og gáfu honum göngugrind með væng og stýri þar sem hann á að geta valið um Viagra, kraft, hjúkrunarkonu, lögfræðing, bókhaldara og aðstoðarkonu sína. Yfirmaður Red Bull liðsins, Christian Horner og Sebastian Vettel afhentu Ecclestone gripinn í bílskýli liðsins í Suður Kóreu á sunnudaginn og slógu á létta strengi með þessu, en autosport.com greinir frá afhendingunni. Á f1.com er snaggaralegt viðtal við Ecclstone í tilefni af væntanlegu afmæli, en hann hefur verið afar útsjónarsamur í uppbyggingu á Formúlu 1 gegnum tíðina og lætur ekki deigan síga, þó hann sé að verða áttræður. Ecclestone hefur verið mjög klókur í viðskiptum, en hann var sölumaður notaðra bíla. En fyrstu kynni hans af akstursíþróttum voru þau að hann keppti sjálfur. "Ég keppti á mótorhjólum og bílum og keypti svo Brabham liðið (í Formúlu 1). Ég hef alltaf verið innviklaður i akstursíþróttir. Ég byrjaði að keppa og rak fyrirtæki. Kappakstur var áhugamál." Ecclstone hætti þó að keppa í kappakstri og hugsaði meira um viðskiptalífið. "Það var ekki spurning um að vera nógu góður. Heldur spurning um hvað ég vildi leggja mikið á mig. Ég var með fyrirtæki og það var mikilvægara en að keppa. Ég hætti því", sagði Ecclestone og sagðist oft hafa verið heppinn í lífinu og viðskiptum. "Fólk þarf að grípa tækifærin þegar þau gefast. Margt fólk fer í gegnum lífið og segir að það hefði átt að gera hitt og þetta. Ég nýtti tækifærin", sagði Ecclestone. Hann hefur peninga, völd og hefur átt velgengni að fagna. Aðspurður hverjum af þessum þremur þáttum hann myndi vera til í að sleppa sagði Ecclestone; "Ég myndi helst ekki vilja vera án peninga, en þeir eru þó ekki það mikilvægasta í lífinu. Velgengni? Velgengni er nokkuð sem maður fær þegar maður nær árangri. Að vera án velgengni er eins og að liggja í bælinu allan daginn." Aðspurður um hvaða sýn Ecclestone hefur á framtíð Formúlu 1 sagði Ecclestone; "Ég hef meiri áhyggjur af næsta ári! Sá sem segist geta sagt þér i dag hvað gerist eftir þrjú ár hefur rangt fyrir sér. Annars værum við ekki að fást við þau vandamál sem eru í gangi þessa dagana." Sjá viðtalið við Ecclestone á f1.com Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bernie Ecclestone sem stýrir gangi mála í Formúlu 1 á 80 ára afmæli 28. október, eftir tvo daga og í tilefni af því brugðu Red Bull menn á leik og gáfu honum göngugrind með væng og stýri þar sem hann á að geta valið um Viagra, kraft, hjúkrunarkonu, lögfræðing, bókhaldara og aðstoðarkonu sína. Yfirmaður Red Bull liðsins, Christian Horner og Sebastian Vettel afhentu Ecclestone gripinn í bílskýli liðsins í Suður Kóreu á sunnudaginn og slógu á létta strengi með þessu, en autosport.com greinir frá afhendingunni. Á f1.com er snaggaralegt viðtal við Ecclstone í tilefni af væntanlegu afmæli, en hann hefur verið afar útsjónarsamur í uppbyggingu á Formúlu 1 gegnum tíðina og lætur ekki deigan síga, þó hann sé að verða áttræður. Ecclestone hefur verið mjög klókur í viðskiptum, en hann var sölumaður notaðra bíla. En fyrstu kynni hans af akstursíþróttum voru þau að hann keppti sjálfur. "Ég keppti á mótorhjólum og bílum og keypti svo Brabham liðið (í Formúlu 1). Ég hef alltaf verið innviklaður i akstursíþróttir. Ég byrjaði að keppa og rak fyrirtæki. Kappakstur var áhugamál." Ecclstone hætti þó að keppa í kappakstri og hugsaði meira um viðskiptalífið. "Það var ekki spurning um að vera nógu góður. Heldur spurning um hvað ég vildi leggja mikið á mig. Ég var með fyrirtæki og það var mikilvægara en að keppa. Ég hætti því", sagði Ecclestone og sagðist oft hafa verið heppinn í lífinu og viðskiptum. "Fólk þarf að grípa tækifærin þegar þau gefast. Margt fólk fer í gegnum lífið og segir að það hefði átt að gera hitt og þetta. Ég nýtti tækifærin", sagði Ecclestone. Hann hefur peninga, völd og hefur átt velgengni að fagna. Aðspurður hverjum af þessum þremur þáttum hann myndi vera til í að sleppa sagði Ecclestone; "Ég myndi helst ekki vilja vera án peninga, en þeir eru þó ekki það mikilvægasta í lífinu. Velgengni? Velgengni er nokkuð sem maður fær þegar maður nær árangri. Að vera án velgengni er eins og að liggja í bælinu allan daginn." Aðspurður um hvaða sýn Ecclestone hefur á framtíð Formúlu 1 sagði Ecclestone; "Ég hef meiri áhyggjur af næsta ári! Sá sem segist geta sagt þér i dag hvað gerist eftir þrjú ár hefur rangt fyrir sér. Annars værum við ekki að fást við þau vandamál sem eru í gangi þessa dagana." Sjá viðtalið við Ecclestone á f1.com
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti