Anna Margret Olafsdottir: Tryggjum rétt leikskólabarna til náms og leiks Anna Margret Olafsdottir skrifar 27. maí 2010 10:39 Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota. Rannsóknir sýna að nákvæmlega sú leið skilar mestum árangri í námi barna. Foreldrakannanir á vegum Leikskólasviðs hafa sýnt mikla ánægju foreldra með leikskólastarfið og þarf að kappkosta að svo verði áfram. Á þeim erfiðu tímum sem við göngum nú í gegnum hefur því miður þurft að beita niðurskurðarhnífnum harkalega þó leikskólunum hafi verið hlíft eins og hægt var með minni hagræðingarkröfu. Starfsfólk leikskólanna hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda uppi faglegu starfi og óbreyttri þjónustu og á heiður skilinn fyrir það. Ég tel að nú verði ekki gengið lengra og leikskólarnir séu farnir að nálgast hættumörk. Þrátt fyrir miklar áherslur á að verja grunnþjónustuna er þjónustan farin að skerðast og við verðum að vera heiðarleg og horfast í augu við það. Fólk getur síðan deilt um hvort það sé grunnþjónustan sem hafi skerst eða ekki.Afleysingastörf hafa verið skorin niður og bitnar það m.a. illa á undirbúningstímum fagfólks. Af því leiðir að minni tími er til að undirbúa faglegt starf leikskólans sem bitnar á endanum á þjónustu við börnin og er starfsfólk uggandi vegna þessa. Undirmönnun vegna veikinda starfsmanna er víða vandamál og frábært starfsfólk leikskólanna leggur mikið á sig til að "láta daginn ganga upp" en þetta þarf að lagfæra. Símenntun starfsmanna hefur látið undan síga að undanförnu, kaup á kennslugögnum stórlega skorin niður o.s.frv. Matarkostnaður hefur hækkað gríðarlega eins og allir vita og sífellt erfiðara er að halda uppi þeim gæðum sem krafist er. Tilraunaverkefni er þó að fara í gang í Vesturbænum í leik- og grunnskólum um sameiginleg matarinnkaup og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst. En það hefur ýmislegt jákvætt gerst í leikskólamálum á kjörtímabilinu og verður að halda því til haga líka. Hlutfall fagfólks hefur aldrei verið hærra og stöðugleiki í starfsmannahaldi er mikill. Sérkennsla og stuðningur við börn af erlendum uppruna eru í nokkuð góðum málum. Hvatningarverðlaun leikskólaráðs eru viðurkenning til starfsmanna leikskólanna fyrir vel unnin störf, Brú er samræðuvettvangur fagfólks og foreldra á leik- og grunnskólastigi og Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega þar sem leikskólum borgarinnar er boðið að kynna sameiginlega ýmis verkefni úr sínum skóla. Á þeim tímum sem við erum að upplifa núna eru börnin það sem við verðum að setja í algjöran forgang. Við megum aldrei gleyma því að leik- og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir viðkvæmustu þegnana.. Þessi hópur er framtíðin, það eru þau sem taka við keflinu og við höfum ekki leyfi til annars en að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á svo þau geti áfram leikið og lært undir leiðsögn fagfólks. Í komandi kosningum leggur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mikla áherslu á að tryggður verði réttur leikskólabarna til náms og leiks og staðinn verði vörður um þetta fyrsta skólastig sem og grunnskólastigið. Sérkennsla auk stuðnings við börn með fleiri en eitt móðurmál eru þættir sem vega þungt í skólakerfinu og ber að passa upp á að sú þjónusta skerðist ekki. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 10. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota. Rannsóknir sýna að nákvæmlega sú leið skilar mestum árangri í námi barna. Foreldrakannanir á vegum Leikskólasviðs hafa sýnt mikla ánægju foreldra með leikskólastarfið og þarf að kappkosta að svo verði áfram. Á þeim erfiðu tímum sem við göngum nú í gegnum hefur því miður þurft að beita niðurskurðarhnífnum harkalega þó leikskólunum hafi verið hlíft eins og hægt var með minni hagræðingarkröfu. Starfsfólk leikskólanna hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda uppi faglegu starfi og óbreyttri þjónustu og á heiður skilinn fyrir það. Ég tel að nú verði ekki gengið lengra og leikskólarnir séu farnir að nálgast hættumörk. Þrátt fyrir miklar áherslur á að verja grunnþjónustuna er þjónustan farin að skerðast og við verðum að vera heiðarleg og horfast í augu við það. Fólk getur síðan deilt um hvort það sé grunnþjónustan sem hafi skerst eða ekki.Afleysingastörf hafa verið skorin niður og bitnar það m.a. illa á undirbúningstímum fagfólks. Af því leiðir að minni tími er til að undirbúa faglegt starf leikskólans sem bitnar á endanum á þjónustu við börnin og er starfsfólk uggandi vegna þessa. Undirmönnun vegna veikinda starfsmanna er víða vandamál og frábært starfsfólk leikskólanna leggur mikið á sig til að "láta daginn ganga upp" en þetta þarf að lagfæra. Símenntun starfsmanna hefur látið undan síga að undanförnu, kaup á kennslugögnum stórlega skorin niður o.s.frv. Matarkostnaður hefur hækkað gríðarlega eins og allir vita og sífellt erfiðara er að halda uppi þeim gæðum sem krafist er. Tilraunaverkefni er þó að fara í gang í Vesturbænum í leik- og grunnskólum um sameiginleg matarinnkaup og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig til tekst. En það hefur ýmislegt jákvætt gerst í leikskólamálum á kjörtímabilinu og verður að halda því til haga líka. Hlutfall fagfólks hefur aldrei verið hærra og stöðugleiki í starfsmannahaldi er mikill. Sérkennsla og stuðningur við börn af erlendum uppruna eru í nokkuð góðum málum. Hvatningarverðlaun leikskólaráðs eru viðurkenning til starfsmanna leikskólanna fyrir vel unnin störf, Brú er samræðuvettvangur fagfólks og foreldra á leik- og grunnskólastigi og Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega þar sem leikskólum borgarinnar er boðið að kynna sameiginlega ýmis verkefni úr sínum skóla. Á þeim tímum sem við erum að upplifa núna eru börnin það sem við verðum að setja í algjöran forgang. Við megum aldrei gleyma því að leik- og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki fyrir viðkvæmustu þegnana.. Þessi hópur er framtíðin, það eru þau sem taka við keflinu og við höfum ekki leyfi til annars en að veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á svo þau geti áfram leikið og lært undir leiðsögn fagfólks. Í komandi kosningum leggur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mikla áherslu á að tryggður verði réttur leikskólabarna til náms og leiks og staðinn verði vörður um þetta fyrsta skólastig sem og grunnskólastigið. Sérkennsla auk stuðnings við börn með fleiri en eitt móðurmál eru þættir sem vega þungt í skólakerfinu og ber að passa upp á að sú þjónusta skerðist ekki. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 10. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun