Erlent

Meintir hryðjuverkamenn handteknir í New York

Mennirnir voru handteknir á JFK-flugvellinum.
Mennirnir voru handteknir á JFK-flugvellinum. Mynd/AFP
Meintir hryðjuverkamenn voru handteknir á JFK-flugvellinum í New York í morgun. Um er að ræða tvo einstaklinga, 20 og 24 ára, sem bandarísk yfirvöld hafa fylgst námið með undanfarin fjögur ár. Þeir voru á leið til Egyptalands þegar þeir voru stöðvaðir.

Bandarísk yfirvöld fullyrða að mennirnir, Mohamed Mahmood Alessa og Carlos Eduardo Almonte, tilheyri sómölsku hryðjverkasamtökunum Al-Shabaab sem eru nátengt Al-kaída. Yfirvöld telja mennirnir hafi ætlað að ræna og myrða bandaríska þegna á erlendri grundu. Þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×