Erlent

Ánægður með stuðninginn

Dalaí Lama í Washington Obama forseti lýsti yfir eindrægnum stuðningi við málstað Tíbeta.fréttablaðið/AP
Dalaí Lama í Washington Obama forseti lýsti yfir eindrægnum stuðningi við málstað Tíbeta.fréttablaðið/AP

Dalaí Lama, leiðtogi útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi, segist ánægður með þann stuðning sem hann fékk frá Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Þeir hittust í Hvíta húsinu í Washington í gær, þrátt fyrir harða andstöðu kínverskra stjórnvalda. Að loknum fundinum sagði Robert Gibbs, talsmaður Bandaríkjaforseta, að Obama hafi lýst yfir stuðningi sínum við „varðveislu hinna einstæðu trúarbragða, menningar og tungumáls Tíbeta og mannréttindavernd þeirra“.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×