Viðskipti innlent

Nýfjárfestingar í gjaldeyri nema 14 milljörðum

Sigríður Mogensen skrifar
Fjórtán milljarðar í formi erlends gjaldeyris vegna nýfjárfestinga hafa streymt til landsins frá því Seðlabankinn steig fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta, segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Í lok október í fyrra steig Seðlabankinn fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymi gjaldeyris sem kann að leiða af því í framtíðinni.

Greint var frá þessu á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem vaxtaákvörðun peningastefnunefndar var til umfjöllunnar. Nánar verður fjallað um þessar nýfjárfestingar í ársskýrslu Seðlabankans sem kemur út í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×