Viðskipti innlent

MIT Global Startup Workshop haldin á Íslandi

Dagana 24. - 26. mars nk. fer fram á Íslandi ein virtasta frumkvöðlaráðstefna í heiminum, MIT Global Startup Workshop.

Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að um 200 erlendir gestir hafa þegar boðað komu sína til Íslands. Í þeim hópi eru vel þekktir stjórnendur, frumkvöðlar, fjárfestar, nemendur, prófessorar og fulltrúar helstu stuðningsaðila nýsköpunar í heiminum.

Meðal lykilfyrirlesara er t.d. Robin Chase, stofnandi Zipcar sem valin var einn af 100 áhrifamestu einstaklingum í heiminum af Time Magazine í fyrra.

Um er að ræða einstakan viðburð til að efla tengslanet íslenskra fyrirtækja, hlusta á heimsþekkta fyrirlesara og taka þátt í líflegum pallborðsumræðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×