Útvarp er leikhús ímyndunaraflsins 12. september 2010 10:30 Útvarpið kveikir á ímyndunaraflinu svo fólk sjái meira með augun lokuð en opin. Fréttablaðið/Valgarður Vetrardagskrá Útvarpsleikhússins hefst á sunnudag þegar leikritið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson verður frumflutt. Útvarpsleikhúsið hefur breyst frá því sem var, að mati Viðars Eggertssonar leikhússtjóra og forsendur og möguleikar útvarpsins höfð í fyrirrúmi. Þótt Útvarpsleikhúsið sendi út leikrit árið um kring markar frumflutningur Djúpsins eftir Jón Atla Jónasson á Rás 1 á sunnudag formlegt upphaf vetrardagskrárinnar. Verkið var upphaflega sett upp sem einleikur á sviði með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, sem endurtekur leikinn í Útvarpsleikhúsinu. „Þegar ég fer í leikhús hlusta ég gjarnan á verkin, frekar en að horfa, og reyni að átta mig á hvort þau henti útvarpinu," segir Viðar. „Og Djúpið er verk sem kemst líklega nær manni í útvarpi en á sviði," segir Viðar; leikarinn og hljóðmyndin fara alveg inn í mann í gegnum hljóðnemann meðan það myndast alltaf ákveðin fjarlægð þegar maður situr úti í sal og horfir upp á svið." Viðar er annars hreykinn af þeirri staðreynd að öll önnur frumflutt verk í Útvarpsleikhúsinu í vetur eru íslensk og samin gagngert fyrir útvarp. „Íslendingar eru svo lánsamir að eiga mörg leikskáld sem skrifa fyrir útvarp, okkur berst langtum fleiri verk en við komum að." Viðar segir að áður fyrr hafi Útvarpsleikhúsið snúist meira um að setja upp sviðsverk en í seinni tíð hafi það fikrast inn á sitt eigið svið. „Nú eru verkin unnin á forsendum útvarpsins og nýttir þeir möguleikar sem útvarpið býður upp á, til dæmis klippt fram og til baka og við getum farið inn í hugarheim fólks." Að þessu leyti eigi útvarpið meira skylt við kvikmyndina en leikhúsið, þar sem nota megi hljóðnemann líkt og myndavél. „Nema útvarpið er fyrst og fremst leikhús ímyndunaraflsins, sem slær öllum leikmyndum og sjónrænni framsetningu við. Og það er það sem við reynum að gera á hverjum sunnudegi í Útvarpsleikhúsinu; að kveikja á ímyndunaraflinu svo fólk geti lokað augunum og séð miklu meira en með augun opin." Auk reglulegrar dagskrár klukkan 14 alla sunnudaga, flytur Útvarpsleikhúsið einu sinni í mánuði gamlar perlur úr safni RÚV síðla á fimmtudagskvöldum. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Vetrardagskrá Útvarpsleikhússins hefst á sunnudag þegar leikritið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson verður frumflutt. Útvarpsleikhúsið hefur breyst frá því sem var, að mati Viðars Eggertssonar leikhússtjóra og forsendur og möguleikar útvarpsins höfð í fyrirrúmi. Þótt Útvarpsleikhúsið sendi út leikrit árið um kring markar frumflutningur Djúpsins eftir Jón Atla Jónasson á Rás 1 á sunnudag formlegt upphaf vetrardagskrárinnar. Verkið var upphaflega sett upp sem einleikur á sviði með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, sem endurtekur leikinn í Útvarpsleikhúsinu. „Þegar ég fer í leikhús hlusta ég gjarnan á verkin, frekar en að horfa, og reyni að átta mig á hvort þau henti útvarpinu," segir Viðar. „Og Djúpið er verk sem kemst líklega nær manni í útvarpi en á sviði," segir Viðar; leikarinn og hljóðmyndin fara alveg inn í mann í gegnum hljóðnemann meðan það myndast alltaf ákveðin fjarlægð þegar maður situr úti í sal og horfir upp á svið." Viðar er annars hreykinn af þeirri staðreynd að öll önnur frumflutt verk í Útvarpsleikhúsinu í vetur eru íslensk og samin gagngert fyrir útvarp. „Íslendingar eru svo lánsamir að eiga mörg leikskáld sem skrifa fyrir útvarp, okkur berst langtum fleiri verk en við komum að." Viðar segir að áður fyrr hafi Útvarpsleikhúsið snúist meira um að setja upp sviðsverk en í seinni tíð hafi það fikrast inn á sitt eigið svið. „Nú eru verkin unnin á forsendum útvarpsins og nýttir þeir möguleikar sem útvarpið býður upp á, til dæmis klippt fram og til baka og við getum farið inn í hugarheim fólks." Að þessu leyti eigi útvarpið meira skylt við kvikmyndina en leikhúsið, þar sem nota megi hljóðnemann líkt og myndavél. „Nema útvarpið er fyrst og fremst leikhús ímyndunaraflsins, sem slær öllum leikmyndum og sjónrænni framsetningu við. Og það er það sem við reynum að gera á hverjum sunnudegi í Útvarpsleikhúsinu; að kveikja á ímyndunaraflinu svo fólk geti lokað augunum og séð miklu meira en með augun opin." Auk reglulegrar dagskrár klukkan 14 alla sunnudaga, flytur Útvarpsleikhúsið einu sinni í mánuði gamlar perlur úr safni RÚV síðla á fimmtudagskvöldum. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira