Erlent

Öryggisgæsla hert við heimili Westergaard

Kurt Westergaard teiknaði hinar umdeildu skopmyndir.
Kurt Westergaard teiknaði hinar umdeildu skopmyndir. Mynd/AFP
Lögreglan í Danmörku hefur upplýsingar um að dagblaðið Jótlandspósturinn hafi verið skotmark mannsins sem er í haldi eftir að sprengja sprakk í miðborg Kaupmannahafnar. Ritstjórar blaðsins eru í strangri öryggisgæslu.

Á meðal gagna sem benda til þessa er kort sem fannst á hótelherbergi mannsins sem er í haldi lögreglu. Líkt og kom fram í morgun er á kortinu dreginn hringu um heimilisgang Jótlandspóstsins en blaðið hefur lengi verið skotmark öfgafullra múslima efir að það birti skopmyndir af Múhameð spámanni. Lögreglan hefur hert öryggisgæslu við blaðið og við heimili nokkura starfsmanna, til að mynda ritstjóranna. Öryggisgæsla hefur einnig verið hert við heimili Kurts Westergaard, sem teiknaði nokkrar af þeim skopmyndum sem helst fóru fyrir brjóstið á múslimum.

Sprengjan sprakk fyrir slysni

Flest bendir til þess að mistök hafi orðið til þess að sprengjan sprakk á Jörgensen hótelinu á förstudag. Maðurinn sem er í haldi lögreglu, virðist hafa verið að sýsla eitthvað við sprengjuna en talið er að Jótlandspósturinn eða einhverir starfsmenn hans hafi verið skotmark hans.

Maðurinn er um fertugt, líklega af norður afrískum uppruna. Hann er nú í gæsluvarðhaldi en hann neitar að ræða við lögreglu og gefur engar upplýsingar.




Tengdar fréttir

Önnur sprenging í Kaupmannahöfn

Danskir fjölmiðlar segja að fyrir stundu hafi heyrst sprenging í Örstedsparket í Kaupmannahöfn þar sem lögreglan situr um mann sem talinn er hafa ætlað að gera sjálfsmorðssprengjuárás í borginni.

Sprengingin ekki hryðjuverk

Nú er talið að ekki hafi verið um tilraun til hryðjuverks að ræða þegar að sprengja sprakk á hóteli í Kaupmannahöfn í dag.

Neitar að svara spurningum

Maðurinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær vegna sprengjutilræðis á hóteli í miðborginni neitar svara spurningum í yfirheyrslum. Lögreglan hefur því ekki enn ekki fundið út hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk eða ekki. Hann liggur á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en hann særðist þegar sprengjan sprakk á hótel Jörgensen, skammt frá Nörreport, í gær. Honum er lýst sem enskumælandi, með Miðjarðarhafshreim.

Talinn hafa ætlað að myrða ritstjóra Jótlandspóstsins

Danska lögreglan fann kort með heimilisfangi Jótlandspóstsins á hótelherbergi mannsins sem talinn er bera ábyrgð á sprengjunni sem sprakk í Kaupmannahöfn á föstudag. Grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað ráða ritstjóra blaðsins af dögum með sprengjutilræði en Jótlandspósturinn vakti mikla reiði á meðal múslima með birtingu sinn á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Ritstjórarnir hafa um helgina verið í mikilli gæslu og hafa klæðst skotheldum vestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×