Enski boltinn

Robinho hamingjusamur hjá Santos

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Robinho segist hafa fundið hjá Santos nákvæmlega það sem hann var að leita að - hamingjuna sem hann fann ekki í herbúðum Man. City.

„Ég kom hingað í leit að hamingju. Ég verð þunglyndur þegar hlutirnir eru ekki að ganga vel. Ég vissi mínar skyldur í leiknum á sunnudag og ég gerði mikið af fólki hamingjusamt. Það var ekki erfitt að skora þetta mark, þetta var eina leiðin til þess að skora," sagði Robinho sem skoraði sigurmark Santos með laglegri hælspyrnu.

Robinho gagnrýnir að hafa ekki mátt búa til hluti hjá Real Madrid og Man. City. Þar hafi hlutverk hans verið svo takmarkað að hann hafi ekki náð að blómstra.

„Í Brasilíu bera þjálfarar virðingu fyrir því hvernig leikmaðurinn er. Í Evrópu er spilað með tvær línur af fjórum leikmönnum og þeir vilja ekki sjá hvað maður getur í rauninni gert."





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×