Viðskipti innlent

Nettóskuldir þjóðarbúsins lækkuðu um 325 milljarða

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.964 milljörðum kr. í lok fjórða ársfjórðungs á síðasta ári en skuldir 14.530 milljarða kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.566 milljarða kr. og lækka nettó skuldir um tæpa 325 milljarða kr. á milli ársfjórðunga.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að af frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.596 milljarða kr. og skuldir 3.012 milljarða kr. Hrein staða var því neikvæð um 416 milljarða kr. að þeim undanskildum.

Í hagtölum er jafnframt vakin athygli á því að áður birtar hagtölur beinnar fjárfestingar verða uppfærðar til ársins 2008 á Hagtöluvef Seðlabankans þriðjudaginn 9.mars nk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×