Vettel: Kómískt ástand hjálpar í titilslagnum 27. júlí 2010 11:54 Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Þýskalandi á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira