Guðmundi Andra svarað Sigurður Magnússon skrifar 11. mars 2010 06:00 Guðmundur Andri á við bæjarstjóra Á-lista, sem „þriðja bæjarstjórann“, í skrifum sínum á dögunum í Fréttablaðinu, bæjarstjórann sem ákvað að bregðast við óskum íbúanna við Blikastíg og Fálkastíg, um betra leiksvæði. Tveir fyrri bæjarstjórar höfðu skellt skollaeyrum við óskum þeirra. Þetta er rétt, bæjarstjóri Á-lista fól framkvæmdadeild bæjarins að gera þarna umbætur og horfa til þess sem vel hefði tekist í öðrum hverfum s.s. við Miðskóga. Ef að ekki hefur tekist vel til, eins og að var stefnt, skrifast það á misskilning sem stjórnsýsla bæjarins þarf að leiðrétta. Í tilefni þessara skrifa vil ég þó fullyrða að aldrei hefur áður verðið gert jafn mikið til að bæta aðstöðu og umhverfi barna og unglinga á Álftanesi eins og í tíð Á-lista. Framkvæmdir við skóla- og íþróttasvæði vitna um þessar áherslur í starfinu og ekki síður margvíslegar umbætur í umferðaröryggismálum. Skoðanir Guðmundar Andra og forystu Á-lista, fara saman, um að ekki sé grundvöllur fyrir rekstri sjálfstæðs sveitarfélags á Álftanesi við núverandi fjárhagslegar forsendur. Hann talar fyrir sameiningu, en Á-listinn hefur lagt áherslu á að treysta tekjustofna bæjarsjóðs, s.s. með uppbyggingu atvinnulífs sem falli að viðkvæmu umhverfi Álftaness og um leiðréttingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði. Á miðsvæðinu lét Á-listinn skipuleggja atvinnubyggð fyrir ferða- og menningartengda þjónustu og nærþjónustu fyrir íbúana. Með uppbyggingu vildi Á-listinn breyta svefnbæ í sjálfbært samfélag. Bygging glæsilegrar sundlaugar sem glatt hefur börn og fullorðna á Álftanesi og hefur dregið að sér áttatíu og fimm þúsund gesti, var m.a. liður í þessum áformum. Hópur, skipaður starfsmönnum á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, starfaði með hönnuðum við undirbúning sundmiðstöðvarinnar. Hönnun og val á búnaði hefur í flestum efnum tekist vel þótt einstök atriði kunni að vera álitaefni. Vatnsrennibrautin vinsæla sem blasir við frá Álftanesvegi er áberandi í umhverfinu, en mun hverfa úr sjónlínu frá veginum þegar þjónustuhús Búmanna á miðsvæðinu rís en framkvæmdir við það eru hafnar. Gula litinn, val arkitekts hússins, má svo mála yfir ef þurfa þykir og fella hann að umhverfislitum. Sumir halda því fram að fjárhagsvandi Álftaness stafi af byggingu nýju laugarinnar, en horfa þá framhjá tjóni sveitarfélagsins í bankahruninu vegna lána og skuldbindinga, sem er meira en byggingarkostnaður hinnar nýju laugar. Þótt framkvæmdin hafi verið stór væri rekstur laugarinnar ekki ofviða sveitarfélaginu við efnahagslegar aðstæður sem horft var til við ákvarðanatökuna 2006. Guðmundur Andri þekkir líka vel markmið Á-listans og framkvæmdir, og þar með virkan stuðning við hugsjónir umhverfisverndarfólks á Álftanesi, sem vill varðveita einstaka náttúru, fjölbreytileika lífríkisins og sýna sögu og menningu ræktarsemi. Stórt skref í þessa átt var stigið 8. apríl 2009 þegar bæjarstjóri undirritaði viljayfirlýsingu við ráðherra umhverfismála og menntamála um samvinnu Álftanesbæjar og ríkisins um rekstur menningar- og náttúrufræðiseturs og gestastofu vegna verndunar Skerjafjarðar. Því miður hafa þessi góðu áform verið sett á hliðarlínuna. Áfram verður þó barist fyrir verndun á einstakri náttúru á Álftanesi fyrir komandi kynslóðir, fjörum, sjávartjörnum og votlendi og að menningarsögu svæðisins verði sómi sýndur. Í baráttu fyrir þeim málstað verður áfram óskað liðsinnis Guðmundar Andra. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri á við bæjarstjóra Á-lista, sem „þriðja bæjarstjórann“, í skrifum sínum á dögunum í Fréttablaðinu, bæjarstjórann sem ákvað að bregðast við óskum íbúanna við Blikastíg og Fálkastíg, um betra leiksvæði. Tveir fyrri bæjarstjórar höfðu skellt skollaeyrum við óskum þeirra. Þetta er rétt, bæjarstjóri Á-lista fól framkvæmdadeild bæjarins að gera þarna umbætur og horfa til þess sem vel hefði tekist í öðrum hverfum s.s. við Miðskóga. Ef að ekki hefur tekist vel til, eins og að var stefnt, skrifast það á misskilning sem stjórnsýsla bæjarins þarf að leiðrétta. Í tilefni þessara skrifa vil ég þó fullyrða að aldrei hefur áður verðið gert jafn mikið til að bæta aðstöðu og umhverfi barna og unglinga á Álftanesi eins og í tíð Á-lista. Framkvæmdir við skóla- og íþróttasvæði vitna um þessar áherslur í starfinu og ekki síður margvíslegar umbætur í umferðaröryggismálum. Skoðanir Guðmundar Andra og forystu Á-lista, fara saman, um að ekki sé grundvöllur fyrir rekstri sjálfstæðs sveitarfélags á Álftanesi við núverandi fjárhagslegar forsendur. Hann talar fyrir sameiningu, en Á-listinn hefur lagt áherslu á að treysta tekjustofna bæjarsjóðs, s.s. með uppbyggingu atvinnulífs sem falli að viðkvæmu umhverfi Álftaness og um leiðréttingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði. Á miðsvæðinu lét Á-listinn skipuleggja atvinnubyggð fyrir ferða- og menningartengda þjónustu og nærþjónustu fyrir íbúana. Með uppbyggingu vildi Á-listinn breyta svefnbæ í sjálfbært samfélag. Bygging glæsilegrar sundlaugar sem glatt hefur börn og fullorðna á Álftanesi og hefur dregið að sér áttatíu og fimm þúsund gesti, var m.a. liður í þessum áformum. Hópur, skipaður starfsmönnum á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, starfaði með hönnuðum við undirbúning sundmiðstöðvarinnar. Hönnun og val á búnaði hefur í flestum efnum tekist vel þótt einstök atriði kunni að vera álitaefni. Vatnsrennibrautin vinsæla sem blasir við frá Álftanesvegi er áberandi í umhverfinu, en mun hverfa úr sjónlínu frá veginum þegar þjónustuhús Búmanna á miðsvæðinu rís en framkvæmdir við það eru hafnar. Gula litinn, val arkitekts hússins, má svo mála yfir ef þurfa þykir og fella hann að umhverfislitum. Sumir halda því fram að fjárhagsvandi Álftaness stafi af byggingu nýju laugarinnar, en horfa þá framhjá tjóni sveitarfélagsins í bankahruninu vegna lána og skuldbindinga, sem er meira en byggingarkostnaður hinnar nýju laugar. Þótt framkvæmdin hafi verið stór væri rekstur laugarinnar ekki ofviða sveitarfélaginu við efnahagslegar aðstæður sem horft var til við ákvarðanatökuna 2006. Guðmundur Andri þekkir líka vel markmið Á-listans og framkvæmdir, og þar með virkan stuðning við hugsjónir umhverfisverndarfólks á Álftanesi, sem vill varðveita einstaka náttúru, fjölbreytileika lífríkisins og sýna sögu og menningu ræktarsemi. Stórt skref í þessa átt var stigið 8. apríl 2009 þegar bæjarstjóri undirritaði viljayfirlýsingu við ráðherra umhverfismála og menntamála um samvinnu Álftanesbæjar og ríkisins um rekstur menningar- og náttúrufræðiseturs og gestastofu vegna verndunar Skerjafjarðar. Því miður hafa þessi góðu áform verið sett á hliðarlínuna. Áfram verður þó barist fyrir verndun á einstakri náttúru á Álftanesi fyrir komandi kynslóðir, fjörum, sjávartjörnum og votlendi og að menningarsögu svæðisins verði sómi sýndur. Í baráttu fyrir þeim málstað verður áfram óskað liðsinnis Guðmundar Andra. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun