Erlent

Upprættu barnaklámhring í Austurríki

Rúmlega hundrað Austurríkismenn eru í haldi grunaðir um aðild að barnaklámhring sem upprættur var um helgina í viðamikilli aðgerð. Húsleitir voru gerðar vítt og breytt um landið og eru hinir grunuðu á aldrinum 18 til 70 ára.

Þar á meðal eru fimm kennarar að því er fram kemur á fréttavef BBC. Aðgerðin fór í gang í kjölfar ábendingar frá Lúxemborg en mennirnir höfðu allir hlaðið niður klámi frá vefþjóni þar í landi, sem óvænt var undir eftirliti lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×