Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir fjölmörg afbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar mannanna hlaut tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot sín, hinn hlaut átta mánaða fangelsi skilorðsbundið til fimm mánaða.
Meðal annars brutust mennirnir inn í Háspennu við Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur og stálu þaðan rúmlega sex hundruð þúsund krónum í janúar 2009. Nokkru síðar brutust mennirnir inn í verslunina Búálfinn og stálu þaðan tæplega einni og hálfri milljón króna úr spilakassa.
Þá voru mennirnir sakfelldir fyrir að hafa stolið bílum ítrekað auk þess sem þeir brutust inn á heimili og rændu flatskjá, veiðistöng auk annarra hluta.
Þeir óku þeir margsinnis undir áhrifum eiturlyfja.
Maðurinn sem hlaut lægri dóm var sviptur ökuréttindum ævilangt.