Erlent

Frú Obama fer fyrir baráttu gegn offitu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michelle Obama er forsetafrú Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Michelle Obama er forsetafrú Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, setti af stað nýtt átak gegn offitu barna í dag.

Eitt af hverjum þremur börnum í Bandaríkjunum er í yfirvigt eða þjáist hreinlega af offitu. Obama segir að þetta vandamál ógni framtíð Bandaríkjanna. Hún telur að hægt sé að ná tökum á vandanum á nokkrum árum.

Átakið sem Obama setti af stað heitir „Hreyfum okkur". Það gengur út á það að fá fólk til að beina athygli sinni að næringargildi skólamáltíða og að bæta aðgang að heilsusamlegra fæði, auk þess sem athygli er beint að mikilvægi hreyfingar. Obama segir að mikilvægt sé að stjórnmálamenn, skemmtikraftar og íþróttamenn taki þátt í að vekja athygli á verkefninu.

BBC greindi frá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×