Erlent

Joe Jackson krefst réttlætis

Joe Jackson fyrir utan dómsalinn í gær. Mynd/AP
Joe Jackson fyrir utan dómsalinn í gær. Mynd/AP
Conrad Murray, sem var læknir poppgoðsins Michaels Jackson, lýsti yfir sakleysi sínu í gær af ákærum um manndráp af gáleysi vegna andláts söngvarans. Fjölskylda popparans krefst réttlætis.

Murray kom fyrir dómara í Los Angeles í lögreglufylgd og lýsti sig saklausan af ákærum saksóknara. Hann á yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Michael Jackson lést á heimili sínu í júní í fyrra fimmtugur að aldri. Réttarlæknir komst að því að um manndráp hafi verið að ræða sem rekja mátti til mikillar lyfjagjafar. Murray hefur ávallt haldið því fram að hann hafi ekki skrifað upp á nein lyf sem hefðu getað dregið Jackson til dauða.

Foreldrar Jackson voru í dómsalnum í gær ásamt fimm systkinum söngvarans. Joe faðir hans sagði við fjölmiðla að hann væri afar ósáttur við að læknirinn væri einungis ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Það væri einfaldlega ekki nóg og að fjölskyldan krefðist réttlætis. Joe sagðist þar að auki gráta í hvert sinn sem hann heyrði lag eftir son sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×