Erlent

Ný Boeing 747

Boeing 747-8
Boeing 747-8 Mynd/Boeing

Ný útgáfa af Boeing 747 breiðþotunni fór í sitt fyrsta flug í gær. Það er Beoing 747-8 sem er fragtvél.

Hún er nokkuð lengri en aðrar 747 þotur og við smíði hennar var notast við sömu tækni og við smíði Dreamliner vélanna.

Fjörutíu og sjöan var heimsins fyrsta breiðþota og hóf farþegaflug árið 1970. Um síðustu áramót höfðu selst 1.418 eintök og framleiðslan er enn á fullu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×