Erlent

Undirbúa stórárás í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Bandarískir hermenn undirbúa sig fyrir sóknina.
Bandarískir hermenn undirbúa sig fyrir sóknina. Mynd/AP

Þetta er fyrsta stórárásin sem gerð verður í Afganistan síðan Barack Obama sendi þrjátíu þúsund manna liðsauka til landsins um áramótin.

Skotmarkið er bærinn Marjah í Helmand héraði sem er stærsti bær í suðurhluta landsins sem talibanar ráða.

Íbúarnir eru um áttatíu þúsund en ekki er vitað hversu marga hermenn talibanar hafa þar. Árásin hefur verið vel auglýst í von um að talibanar forðuðu sér þaðan og hægt væri að taka bæinn án bardaga.

Engin merki hafa hinsvegar sést um að talibanar séu að hörfa. Þvert á móti hafa þeir lagt jarðsprengjur utan við bæinn og stöðvað þá bæjarbúa sem reynt hafa að flýja.

Ekki hefur verið gefin upp nein dagsetning fyrir árás NATO herjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×