Eldfjallið í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Þríhnúkar nefnast þrír litlir hnúkar, sem standa á hálendisbrúninni skammt vestur af Bláfjöllum. Undir gíg norðaustasta hnúksins leynist tröllaukið holrými, sem gerir Þríhnúkagíg að einu stærsta og merkilegasta náttúrufyrirbrigði sinnar tegundar á jörðinni. Óhætt er að telja að hrikaleiki gígsins muni laða að ferðamenn og verða eitt af sérkennum Íslands líkt og Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Segja má að aðgengi að Þríhnúkagíg sé jafn hrikalegt gígnum sjálfum. Náttúran er hér í meginhlutverki og afar mikilvægt er að svo verði áfram. Það er því í senn áhugavert og krefjandi verkefni að gera náttúruundrið í Þríhnúkagíg aðgengilegra ferðamönnum. Áætlað hefur verið að það muni kosta um 900 milljónir króna en engir sýningarhellar eru hér á landi, þótt ótrúlegt megi virðast. Slíkan sýningarhelli skortir sárlega og má reikna fastlega með að einn sérstæðasti hellir heims, staddur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, muni draga að lungann úr þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Eitt stærsta verkefni ferðaþjónustunnar er að lengja íslenska ferðaárið. Þríhnúkagígur getur lagt þýðingarmikið lóð á þá vogarskál, með því að styrkja markaðssetningu á borgar- og ráðstefnuferðum hingað til lands. Þríhnúkar, sem eru í lögsögu Kópavogs, tilheyra Bláfjallafólkvangi sem stofnaður var með friðlýsingu árið 1973. Bláfjallanefnd fer með stjórn fólkvangsins, en alls 13 sveitarfélög á suðvesturhorni landsins eiga aðild að rekstri hans. Í ljósi þessa er eðlilegt að Kópavogur taki frumkvæði og ýti þessu verkefni úr vör í samstarfi við hin sveitarfélögin innan Bláfjallafólkvangs ásamt einkaaðilum. Þetta yrði verðugt samstarfsverkefni einkageirans og hins opinbera þjóðinni til heilla. Þríhnúkagígur er náttúruundur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem fáir hafa vitað af þar til síðustu ár. Árni B. Stefánsson augnlæknir hefur að öðrum ólöstuðum verið sá sem hefur verið hvað ötulastur við að rannsaka hellinn og koma honum á framfæri ásamt þeim skilyrðum að tryggt verði að gígurinn og umhverfi hans verði varðveitt. Það er nauðsynlegt að þetta mikilvæga verkefni sé unnið af hófsemi og virðingu fyrir náttúrunni og þessu einstaka náttúruundri. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þríhnúkar nefnast þrír litlir hnúkar, sem standa á hálendisbrúninni skammt vestur af Bláfjöllum. Undir gíg norðaustasta hnúksins leynist tröllaukið holrými, sem gerir Þríhnúkagíg að einu stærsta og merkilegasta náttúrufyrirbrigði sinnar tegundar á jörðinni. Óhætt er að telja að hrikaleiki gígsins muni laða að ferðamenn og verða eitt af sérkennum Íslands líkt og Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Segja má að aðgengi að Þríhnúkagíg sé jafn hrikalegt gígnum sjálfum. Náttúran er hér í meginhlutverki og afar mikilvægt er að svo verði áfram. Það er því í senn áhugavert og krefjandi verkefni að gera náttúruundrið í Þríhnúkagíg aðgengilegra ferðamönnum. Áætlað hefur verið að það muni kosta um 900 milljónir króna en engir sýningarhellar eru hér á landi, þótt ótrúlegt megi virðast. Slíkan sýningarhelli skortir sárlega og má reikna fastlega með að einn sérstæðasti hellir heims, staddur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, muni draga að lungann úr þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Eitt stærsta verkefni ferðaþjónustunnar er að lengja íslenska ferðaárið. Þríhnúkagígur getur lagt þýðingarmikið lóð á þá vogarskál, með því að styrkja markaðssetningu á borgar- og ráðstefnuferðum hingað til lands. Þríhnúkar, sem eru í lögsögu Kópavogs, tilheyra Bláfjallafólkvangi sem stofnaður var með friðlýsingu árið 1973. Bláfjallanefnd fer með stjórn fólkvangsins, en alls 13 sveitarfélög á suðvesturhorni landsins eiga aðild að rekstri hans. Í ljósi þessa er eðlilegt að Kópavogur taki frumkvæði og ýti þessu verkefni úr vör í samstarfi við hin sveitarfélögin innan Bláfjallafólkvangs ásamt einkaaðilum. Þetta yrði verðugt samstarfsverkefni einkageirans og hins opinbera þjóðinni til heilla. Þríhnúkagígur er náttúruundur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem fáir hafa vitað af þar til síðustu ár. Árni B. Stefánsson augnlæknir hefur að öðrum ólöstuðum verið sá sem hefur verið hvað ötulastur við að rannsaka hellinn og koma honum á framfæri ásamt þeim skilyrðum að tryggt verði að gígurinn og umhverfi hans verði varðveitt. Það er nauðsynlegt að þetta mikilvæga verkefni sé unnið af hófsemi og virðingu fyrir náttúrunni og þessu einstaka náttúruundri. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar