Erlent

Vesturveldin uggandi yfir stöðunni

Íransforseti, Mahmoud Ahmadinejad, segir kjarnorkuáætlun Írans vera hugsaða í friðsamlegum tilgangi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir mikilvægt að heimurinn standi saman gegn áformum Írana.
Íransforseti, Mahmoud Ahmadinejad, segir kjarnorkuáætlun Írans vera hugsaða í friðsamlegum tilgangi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir mikilvægt að heimurinn standi saman gegn áformum Írana.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hefur farið fram á það við yfirmann kjarnorkumála landsins að framleiðsla á auðguðu úrani verði aukin um 20 prósent. Verkefnið er hluti af áætlun Írana um að flytja auðgað úran úr landi í skiptum fyrir kjarnorkueldsneyti. Ahmadinejad lýsti þessari fyrirætlun í íranska ríkissjónvarpinu.

Tíðindin róa ekki taugar ráðamanna Vesturveldanna en Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra óttast að Íranar hafi þróun kjarnorkuvopna á prjónunum. Íranar segja kjarnorkuáætlun sína einungis hugsaða í friðsamlegum tilgangi.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti heiminn til að „standa saman“ og sagði að enn væri von til þess að refsiaðgerðir gætu virkað. Fyrr í vikunni ræddu ráðamenn Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands um frekari þvingunaraðgerðir gegn Íran.

Kínverjar hafa sagst mótfallnir slíkum aðgerðum og telja að alþjóðasamfélagið verði að beita diplómatískari leiðum þar sem umræðurnar við Íran séu á viðkvæmu stigi.

Til að hægt sé að nota úran í kjarnorkuvopnaframleiðslu þarf að það að vera hlutfallslega hátt auðgað en með þessari aðgerð þykir Íran taka skref í þá átt að mati Vesturveldanna og jafnframt tefla samningaviðræðum í hættu. - jma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×