Mansal - svipmynd frá Kosovo árið 2003 Andri Ottesen skrifar 26. nóvember 2010 04:00 Í ljósi aukinnar umræðu um mansal fór ég að velta því fyrir mér hvort Íslendingar væru almennt meðvitaðir um mansal og útbreiðslu þess. Hér er greint frá umfangi mansals út frá reynslu minni sem friðargæsluliði í Kosóvó 2003 í verkefni með leyniþjónustu NATO-herliðsins og öryggislögreglu Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið var að meta umfang og eðli mansals og vændis í Kosóvó, sem þá var verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna og undir hervernd NATO. Var ég sendur af utanríkisráðuneytinu til að starfa með NATO-herliðinu sem svo kallaður Liaison Officer (milligöngumaður) milli NATO og Sameinuðu þjóðanna. Mitt starf í þessum hópi var aðallega að meta fjárhagslegar stærðir varðandi umfang starfseminnar. Kosóvó er á stærð við Reykjanesskagann og þar búa um tvær milljónir íbúa. Talið var að um 300 vændishús væru starfandi í Kosóvó á þessum tíma. Þessi vændishús litu reyndar alveg út eins og kaffihús og þjónuðu einnig þeim tilgangi. Hins vegar voru yfirleitt 2 herbergi á bak við eða uppi á lofti þar sem verknaðurinn var framinn. Um 10 stúlkur störfuðu á hverjum stað eða hátt í 3.000 stúlkur á svæðinu. Stúlkurnar voru flestar frá Moldóvu, Rúmeníu eða öðrum fátækari löndum þar í kring og komu úr minnihlutahópum eða voru einstæðar mæður sem boðið hafði verið starf sem barnfóstrur eða sem húshjálp utan heimalandsins og þá yfirleitt á Ítalíu. Flestar áttu þessar stúlkur erfitt uppdráttar í heimalandi sínu og gripu því fegins hendi þessi „gylliboð" um starf erlendis. Oftast voru stúlkurnar seldar fyrir um 200 evrur (kr. 31.000) í hendur glæpaklíkna sem tóku af þeim vegabréfin, byrluðu þeim eiturlyf, beittu þær ofbeldi og nauðguðu þeim í þeim tilgangi að brjóta þær niður og gera þær „tilbúnar" fyrir nýjan starfsvettvang. Stúlkurnar tvöfölduðust í verðmæti fyrir hvert land sem þær komu vestar í Evrópu og voru almennt greiddar um 2.000 evrur (kr. 310.000) þegar þær komu til Kosóvó og meira ef þær komust lengra, svo sem til Ítalíu. Ástæðan fyrir því að Kosóvó varð oft fyrir valinu var sú að þar sem þetta var verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna var ekki gerð krafa um vegabréfsáritun. Áætlað var að allt að 1.000 stelpur á ári hefðu farið til og í gegnum Kosóvó á ári. Mjög misjafnt var hvort eða hvað stúlkurnar sjálfar fengu í sinn hlut. Það var allt frá engu og upp undir 30% af tekjum. Það sem var yfirleitt greitt fyrir þessa þjónustu á þessum tíma var um 30 evrur (kr. 4.650) fyrir innfædda Kosóvóbúa og 70 evrur (kr. 10.850) fyrir útlendinga. Fjöldinn sem stúlkurnar áttu að þjóna á dag var á bilinu 6-8 karlmenn. Áætlað var að árstekjur fyrir þessa starfsemi hefðu verið eitthvað um 50 milljónir evra eða um 8 milljarðar íslenskra króna, sem er umtalsvert í landi sem er talið með fátækari löndum álfunnar. Um 70% af viðskiptavinum vændishúsanna voru innfæddir og um 30% voru erlendir hjálparstarfsmenn, sem unnu annað hvort hjá Sameinuðu þjóðunum eða öðrum hjálparstofnunum. Þar sem bæði NATO og Sameinuðu þjóðirnar vissu af þessari starfsemi hafa margir án efa spurt sig þeirrar spurningar hvort þessar stofnanir hafi gert sitt til að koma stúlkunum til bjargar. Því er til að svara að það var reynt mörgum sinnum. Oft frelsaði öryggislögreglan stúlkurnar en fæstar fóru þó til síns heima þótt það væri í boði. Flestar enduðu þær aftur í vændi þar sem þær gátu ekki hugsað sér að snúa til síns heima vegna þeirrar reynslu sem þær höfðu orðið fyrir eða koma heim aftur peningalausar. Einnig hurfu stúlkurnar sporlaust ef minnsti grunur var á að þær færu til yfirvalda. Sama gilti þegar átti að vitna gegn tilræðismönnum en dómskerfið var í uppbyggingu og þótti frekar svifaseint. Vitnavernd var lítil sem engin og í flestum tilfellum skiluðu vitnin sér ekki þegar kom að fyrirtöku dómsmálsins. Ljóst var að yfirvöld í Kosóvó þyrftu að breyta um aðferðir og beina sjónum sínum að eftirspurninni frekar en framboðinu. Í kjölfarið hrintu Sameinuðu þjóðirnar í framkvæmd upplýsingaátaki um skaðsemi vændis og mansals, en því miður var greinarhöfundur ekki nógu lengi í Kosóvó til að sjá hvaða árangur það átak bar. Hafa ber í huga að það ástand sem fjallað er um í þessari grein var til staðar í landi þar sem tímabundið upplausnarástand ríkti vegna stríðsins sem staðið hafði yfir. Vonandi er búið að koma lögum og reglum yfir sem mest af þessari starfsemi í dag en með hliðsjón af því hversu mikill ábatinn er af starfseminni og glæpastarfsemin svo umfangsmikil og skipulögð er án efa margt óunnið í þessum efnum í Kosóvó. Eins og fram kom á ráðstefnunni í Háskólabíói þann 24. október síðastliðinn eru ungir karlmenn í meiri mæli markhópur í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að fræða og virkja unga karlmenn til að breyta hugsunarhætti og afstöðu þeirra til kvenna. Ekki er hægt að útiloka vændi og mansal nema eftirspurnin eftir slíkri þjónustu hverfi. Hér þarf því hugarfarsbreytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi aukinnar umræðu um mansal fór ég að velta því fyrir mér hvort Íslendingar væru almennt meðvitaðir um mansal og útbreiðslu þess. Hér er greint frá umfangi mansals út frá reynslu minni sem friðargæsluliði í Kosóvó 2003 í verkefni með leyniþjónustu NATO-herliðsins og öryggislögreglu Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið var að meta umfang og eðli mansals og vændis í Kosóvó, sem þá var verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna og undir hervernd NATO. Var ég sendur af utanríkisráðuneytinu til að starfa með NATO-herliðinu sem svo kallaður Liaison Officer (milligöngumaður) milli NATO og Sameinuðu þjóðanna. Mitt starf í þessum hópi var aðallega að meta fjárhagslegar stærðir varðandi umfang starfseminnar. Kosóvó er á stærð við Reykjanesskagann og þar búa um tvær milljónir íbúa. Talið var að um 300 vændishús væru starfandi í Kosóvó á þessum tíma. Þessi vændishús litu reyndar alveg út eins og kaffihús og þjónuðu einnig þeim tilgangi. Hins vegar voru yfirleitt 2 herbergi á bak við eða uppi á lofti þar sem verknaðurinn var framinn. Um 10 stúlkur störfuðu á hverjum stað eða hátt í 3.000 stúlkur á svæðinu. Stúlkurnar voru flestar frá Moldóvu, Rúmeníu eða öðrum fátækari löndum þar í kring og komu úr minnihlutahópum eða voru einstæðar mæður sem boðið hafði verið starf sem barnfóstrur eða sem húshjálp utan heimalandsins og þá yfirleitt á Ítalíu. Flestar áttu þessar stúlkur erfitt uppdráttar í heimalandi sínu og gripu því fegins hendi þessi „gylliboð" um starf erlendis. Oftast voru stúlkurnar seldar fyrir um 200 evrur (kr. 31.000) í hendur glæpaklíkna sem tóku af þeim vegabréfin, byrluðu þeim eiturlyf, beittu þær ofbeldi og nauðguðu þeim í þeim tilgangi að brjóta þær niður og gera þær „tilbúnar" fyrir nýjan starfsvettvang. Stúlkurnar tvöfölduðust í verðmæti fyrir hvert land sem þær komu vestar í Evrópu og voru almennt greiddar um 2.000 evrur (kr. 310.000) þegar þær komu til Kosóvó og meira ef þær komust lengra, svo sem til Ítalíu. Ástæðan fyrir því að Kosóvó varð oft fyrir valinu var sú að þar sem þetta var verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna var ekki gerð krafa um vegabréfsáritun. Áætlað var að allt að 1.000 stelpur á ári hefðu farið til og í gegnum Kosóvó á ári. Mjög misjafnt var hvort eða hvað stúlkurnar sjálfar fengu í sinn hlut. Það var allt frá engu og upp undir 30% af tekjum. Það sem var yfirleitt greitt fyrir þessa þjónustu á þessum tíma var um 30 evrur (kr. 4.650) fyrir innfædda Kosóvóbúa og 70 evrur (kr. 10.850) fyrir útlendinga. Fjöldinn sem stúlkurnar áttu að þjóna á dag var á bilinu 6-8 karlmenn. Áætlað var að árstekjur fyrir þessa starfsemi hefðu verið eitthvað um 50 milljónir evra eða um 8 milljarðar íslenskra króna, sem er umtalsvert í landi sem er talið með fátækari löndum álfunnar. Um 70% af viðskiptavinum vændishúsanna voru innfæddir og um 30% voru erlendir hjálparstarfsmenn, sem unnu annað hvort hjá Sameinuðu þjóðunum eða öðrum hjálparstofnunum. Þar sem bæði NATO og Sameinuðu þjóðirnar vissu af þessari starfsemi hafa margir án efa spurt sig þeirrar spurningar hvort þessar stofnanir hafi gert sitt til að koma stúlkunum til bjargar. Því er til að svara að það var reynt mörgum sinnum. Oft frelsaði öryggislögreglan stúlkurnar en fæstar fóru þó til síns heima þótt það væri í boði. Flestar enduðu þær aftur í vændi þar sem þær gátu ekki hugsað sér að snúa til síns heima vegna þeirrar reynslu sem þær höfðu orðið fyrir eða koma heim aftur peningalausar. Einnig hurfu stúlkurnar sporlaust ef minnsti grunur var á að þær færu til yfirvalda. Sama gilti þegar átti að vitna gegn tilræðismönnum en dómskerfið var í uppbyggingu og þótti frekar svifaseint. Vitnavernd var lítil sem engin og í flestum tilfellum skiluðu vitnin sér ekki þegar kom að fyrirtöku dómsmálsins. Ljóst var að yfirvöld í Kosóvó þyrftu að breyta um aðferðir og beina sjónum sínum að eftirspurninni frekar en framboðinu. Í kjölfarið hrintu Sameinuðu þjóðirnar í framkvæmd upplýsingaátaki um skaðsemi vændis og mansals, en því miður var greinarhöfundur ekki nógu lengi í Kosóvó til að sjá hvaða árangur það átak bar. Hafa ber í huga að það ástand sem fjallað er um í þessari grein var til staðar í landi þar sem tímabundið upplausnarástand ríkti vegna stríðsins sem staðið hafði yfir. Vonandi er búið að koma lögum og reglum yfir sem mest af þessari starfsemi í dag en með hliðsjón af því hversu mikill ábatinn er af starfseminni og glæpastarfsemin svo umfangsmikil og skipulögð er án efa margt óunnið í þessum efnum í Kosóvó. Eins og fram kom á ráðstefnunni í Háskólabíói þann 24. október síðastliðinn eru ungir karlmenn í meiri mæli markhópur í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að fræða og virkja unga karlmenn til að breyta hugsunarhætti og afstöðu þeirra til kvenna. Ekki er hægt að útiloka vændi og mansal nema eftirspurnin eftir slíkri þjónustu hverfi. Hér þarf því hugarfarsbreytingu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun