Veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs 5. janúar 2010 12:12 Eftir yfirlýsingu forsetans um að undirrita ekki lögin um Icesave-frumvarpið er ljóst að veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að síðastliðinn fimmtudag greindi matsfyrirtækið S&P frá því um leið og það staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs að það hefði breytt horfum þess úr neikvæðum í stöðugar. Er þetta í fyrsta sinn sem S&P sendir frá sér tilkynningu um lánshæfismat ríkissjóðs síðan í lok nóvember 2008 þegar það lækkaði síðast lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Er nokkuð ljóst að fyrirtækið hafi beðið áttekta eftir að Icesave-málið tæki að skýrast enda segir í tilkynningu þess að endurskoðunin á horfum byggist á samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu sem átti sér stað síðla kvölds daginn áður. Taldi fyrirtækið nokkuð víst að forseti Íslands myndi undirrita lögin, en nú er ljóst að annað kom á daginn. Fyrir erlendar skuldbindingar eru lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs BBB-/A-3 en fyrir innlendar skuldbindingar BBB+/A-2. Í tilkynningu S&P, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, segir að þótt Icesave-samningurinn komi til með að auka verulega á almenna skuldabyrði ríkissjóðs þá sé samþykkt hans mikilvægt skref í átt að hægt verði að greiða út lánið frá AGS og tvíhliða lán frá Norðurlöndum. Þetta fjármagn mun styrkja gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans og þar með lausafjárstöðu Íslands sem er veik um þessar mundir. Með þessu eru sköpuð skilyrði til þess að mögulegt verði að losa um þau gjaldeyrishöft sem sett voru í nóvember 2008. Áhersla S&P á lausn Icesave-málsins er síður en svo einsdæmi enda hafa matsfyrirtækin Moody´s og Fitch einnig lagt áherslu á að lausn sé mikilvæg fyrir lánshæfismat ríkissjóðs. Þann 11. nóvember lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir innlendar og erlendar skuldbindingar úr Baa1 í Baa3 og breytti horfum um þær úr neikvæðum í stöðugar. Í tilkynningu fyrirtækisins kom m.a. fram að lánafyrirgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Icesave væri forsenda þess að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði ekki lækkuð. Þann 23. desember greindi Fitch frá því um leið og það staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs að það hefði tekið þær af athugunarlista með neikvæðum vísbendingum en horfur um einkunnir væru þó enn neikvæðar. Í tilkynningu Fitch kom m.a. fram að fyrirtækið teldi að samþykkt Alþingis á Icesave-samkomulaginu gæti verið skammt undan og taldi að það gæti grafið undan lánshæfi ríkissjóðs ef það tæki langan tíma að aflétta gjaldeyrishömlum og koma á stöðugleika í gengismálum. Af framansögðu er nokkuð ljóst að yfirlýsing forsetans um að undirrita ekki lögin gæti haft neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Eftir yfirlýsingu forsetans um að undirrita ekki lögin um Icesave-frumvarpið er ljóst að veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að síðastliðinn fimmtudag greindi matsfyrirtækið S&P frá því um leið og það staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs að það hefði breytt horfum þess úr neikvæðum í stöðugar. Er þetta í fyrsta sinn sem S&P sendir frá sér tilkynningu um lánshæfismat ríkissjóðs síðan í lok nóvember 2008 þegar það lækkaði síðast lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Er nokkuð ljóst að fyrirtækið hafi beðið áttekta eftir að Icesave-málið tæki að skýrast enda segir í tilkynningu þess að endurskoðunin á horfum byggist á samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu sem átti sér stað síðla kvölds daginn áður. Taldi fyrirtækið nokkuð víst að forseti Íslands myndi undirrita lögin, en nú er ljóst að annað kom á daginn. Fyrir erlendar skuldbindingar eru lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs BBB-/A-3 en fyrir innlendar skuldbindingar BBB+/A-2. Í tilkynningu S&P, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, segir að þótt Icesave-samningurinn komi til með að auka verulega á almenna skuldabyrði ríkissjóðs þá sé samþykkt hans mikilvægt skref í átt að hægt verði að greiða út lánið frá AGS og tvíhliða lán frá Norðurlöndum. Þetta fjármagn mun styrkja gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans og þar með lausafjárstöðu Íslands sem er veik um þessar mundir. Með þessu eru sköpuð skilyrði til þess að mögulegt verði að losa um þau gjaldeyrishöft sem sett voru í nóvember 2008. Áhersla S&P á lausn Icesave-málsins er síður en svo einsdæmi enda hafa matsfyrirtækin Moody´s og Fitch einnig lagt áherslu á að lausn sé mikilvæg fyrir lánshæfismat ríkissjóðs. Þann 11. nóvember lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir innlendar og erlendar skuldbindingar úr Baa1 í Baa3 og breytti horfum um þær úr neikvæðum í stöðugar. Í tilkynningu fyrirtækisins kom m.a. fram að lánafyrirgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Icesave væri forsenda þess að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði ekki lækkuð. Þann 23. desember greindi Fitch frá því um leið og það staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs að það hefði tekið þær af athugunarlista með neikvæðum vísbendingum en horfur um einkunnir væru þó enn neikvæðar. Í tilkynningu Fitch kom m.a. fram að fyrirtækið teldi að samþykkt Alþingis á Icesave-samkomulaginu gæti verið skammt undan og taldi að það gæti grafið undan lánshæfi ríkissjóðs ef það tæki langan tíma að aflétta gjaldeyrishömlum og koma á stöðugleika í gengismálum. Af framansögðu er nokkuð ljóst að yfirlýsing forsetans um að undirrita ekki lögin gæti haft neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira