Erlent

Manson morðkvendi synjað um reynslulausn

Óli Tynes skrifar
Leslie van Houten.
Leslie van Houten.

Leslie van Houten sem var í morðingjasveit Charles Mansons fyrir fjörutíu og einu ári var synjað um reynslulausn í nítjánda skipti í gær.

Hún var ekki viðstödd þegar leikkonan Sharon Tate og fjórir aðrir voru myrtir , en kvöldið eftir tók hún þátt í að myrða La Bianca hjónin sem voru auðugir verslunareigendur. Van Hoten er nú sextíu ára gömul.

Lausnarnefndin sem fjallaði um beiðni hennar að þessu sinni hrósaði henni fyrir að vera fyrirmyndarfangi.

Glæpur hennar hafi hinsvegar verið svo svívirðilegur að ekki sé rétt að láta hana lausa. Hún má sækja aftur um reynslulausn eftir þrjú ár.

Van Houten sýndi engin svipbrigði þegar hún var leidd aftur í fangaklefa sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×