Steinunn neitar að benda á eignir þrátt fyrir áskorun Jóns Ásgeirs Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2010 18:45 Formaður slitastjórnar Glitnis, neitar að gefa upplýsingar um hvaða eignir hafa fundist erlendis sem þrotabúið telur tilheyra sjömenningum sem stefnt var í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á formanninn að benda á eignirnar og segir að engar slíkar eignir séu til. Eins og fréttastofa greindi frá í gær sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin hefði fundið fjármuni erlendis sem vísbendingar væru um að tilheyrðu sjömenningunum sem stefnt var í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu, brást við þessu með því að senda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvetur Steinunni til að tilgreina þá peninga og þær eignir sem hafi fundist. „Hvar eru þessir fjármunir? Mér er ekki kunngt um þessar eignir en þætti vænt um ef Steinunn og starfsmenn Kroll hafa fundið peninga og eignir sem mér tilheyra og ekki hefur verið gerð grein fyrir áður. Ég veit að það mun reynast erfitt því þessi verðmæti eru ekki til," segir Jón Ásgeir í yfirlýsingunni. Vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jón Ásgeir fyrir breskum dómstóli og gildir um eignir hans á heimsvísu þurfti hann að skila tæmandi lista yfir eignir sínar og gefa eiðsvarna yfirlýsingu um að listinn gefi rétta mynd af eignum hans. Það getur varðað refsingu að gefa rangar upplýsingar um eignir í máli af þessu tagi. Þess vegna ber slitastjórninni að tilkynna breskum yfirvöldum um að eignir, aðrar en þær sem eru á listanum, hafi fundist. Í ljósi þess hversu avarlegt það er að gefa rangar upplýsingar, þá spurði fréttastofa Steinunni Guðbjartsdóttur að því í dag hvort slitastjórnin hefði látið dómara í kyrrsetningarmálinu í Lundúnum vita um eignirnar og ef svo væri ekki, hvort slíkt væri þá staðfesting á því að eignirnar sem fundust tilheyrðu einhverjum öðrum en Jóni Ásgeiri. Svar Steinunnar var svohljóðandi: „Ég get ekki svarað neinu til um það. Ég mun ekkert tjá mig um þetta frekar." Þá varð hún ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slitastjórn Glitnis sakar Jón Ásgeir um að hafa skotið undan fjármunum, því í eiðsvarinni yfirlýsingu Steinunnar fyrir breskum dómstólum var látið í veðri vaka að Jón Ásgeir ætti fjármuni, 202 milljónir punda í bankainnstæðum, jafnvirði 35 milljarða króna. Rannsóknarfyrirtækið Kroll dró þessa ályktun af tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Jóni Sigurðssyni og Lárusi Welding skömmu fyrir bankahrun með yfirskriftinni „for your eyes only." Í ljós kom að um var að ræða innstæður sem tilheyrðu Iceland Foods verslanakeðjunni. Var það staðfest af Malcolm Walker, forstjóra Iceland, í fréttum Stöðvar 2 og í undirritaðri yfirlýsingu nokkurra viðskiptabanka fyrirtækisins. Jón Ásgeir Jóhannesson er kvæntur Ingibjörgu Pálmadóttur sem er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Tengdar fréttir Jón Ásgeir skorar á Steinunni að skýra mál sitt Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, að tilgreina þá peninga og eignir sem hún og rannsóknarfyrirtækið Kroll segjast hafa fundið. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var haft eftir Steinunni að Kroll telji sig hafa fundið eignir sem vísbendingar séu um að tilheyri sjömenningunum sem slitastjórnin hefur stefnt fyrir dómi í New York. 30. september 2010 12:18 Kroll telur sig hafa fundið faldar eignir Jóns Ásgeirs og félaga Slitastjórn Glitnis telur sig hafa fundið eignir sem tilheyra sjömenningunum sem hún hefur stefnt fyrir dómi í New York. Slitastjórnin telur sig geta endurheimt töluverða fjármuni í þeirra eigu, vinni hún málið fyrir dómi. 29. september 2010 18:32 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis, neitar að gefa upplýsingar um hvaða eignir hafa fundist erlendis sem þrotabúið telur tilheyra sjömenningum sem stefnt var í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á formanninn að benda á eignirnar og segir að engar slíkar eignir séu til. Eins og fréttastofa greindi frá í gær sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin hefði fundið fjármuni erlendis sem vísbendingar væru um að tilheyrðu sjömenningunum sem stefnt var í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu, brást við þessu með því að senda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvetur Steinunni til að tilgreina þá peninga og þær eignir sem hafi fundist. „Hvar eru þessir fjármunir? Mér er ekki kunngt um þessar eignir en þætti vænt um ef Steinunn og starfsmenn Kroll hafa fundið peninga og eignir sem mér tilheyra og ekki hefur verið gerð grein fyrir áður. Ég veit að það mun reynast erfitt því þessi verðmæti eru ekki til," segir Jón Ásgeir í yfirlýsingunni. Vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jón Ásgeir fyrir breskum dómstóli og gildir um eignir hans á heimsvísu þurfti hann að skila tæmandi lista yfir eignir sínar og gefa eiðsvarna yfirlýsingu um að listinn gefi rétta mynd af eignum hans. Það getur varðað refsingu að gefa rangar upplýsingar um eignir í máli af þessu tagi. Þess vegna ber slitastjórninni að tilkynna breskum yfirvöldum um að eignir, aðrar en þær sem eru á listanum, hafi fundist. Í ljósi þess hversu avarlegt það er að gefa rangar upplýsingar, þá spurði fréttastofa Steinunni Guðbjartsdóttur að því í dag hvort slitastjórnin hefði látið dómara í kyrrsetningarmálinu í Lundúnum vita um eignirnar og ef svo væri ekki, hvort slíkt væri þá staðfesting á því að eignirnar sem fundust tilheyrðu einhverjum öðrum en Jóni Ásgeiri. Svar Steinunnar var svohljóðandi: „Ég get ekki svarað neinu til um það. Ég mun ekkert tjá mig um þetta frekar." Þá varð hún ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slitastjórn Glitnis sakar Jón Ásgeir um að hafa skotið undan fjármunum, því í eiðsvarinni yfirlýsingu Steinunnar fyrir breskum dómstólum var látið í veðri vaka að Jón Ásgeir ætti fjármuni, 202 milljónir punda í bankainnstæðum, jafnvirði 35 milljarða króna. Rannsóknarfyrirtækið Kroll dró þessa ályktun af tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Jóni Sigurðssyni og Lárusi Welding skömmu fyrir bankahrun með yfirskriftinni „for your eyes only." Í ljós kom að um var að ræða innstæður sem tilheyrðu Iceland Foods verslanakeðjunni. Var það staðfest af Malcolm Walker, forstjóra Iceland, í fréttum Stöðvar 2 og í undirritaðri yfirlýsingu nokkurra viðskiptabanka fyrirtækisins. Jón Ásgeir Jóhannesson er kvæntur Ingibjörgu Pálmadóttur sem er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Tengdar fréttir Jón Ásgeir skorar á Steinunni að skýra mál sitt Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, að tilgreina þá peninga og eignir sem hún og rannsóknarfyrirtækið Kroll segjast hafa fundið. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var haft eftir Steinunni að Kroll telji sig hafa fundið eignir sem vísbendingar séu um að tilheyri sjömenningunum sem slitastjórnin hefur stefnt fyrir dómi í New York. 30. september 2010 12:18 Kroll telur sig hafa fundið faldar eignir Jóns Ásgeirs og félaga Slitastjórn Glitnis telur sig hafa fundið eignir sem tilheyra sjömenningunum sem hún hefur stefnt fyrir dómi í New York. Slitastjórnin telur sig geta endurheimt töluverða fjármuni í þeirra eigu, vinni hún málið fyrir dómi. 29. september 2010 18:32 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Jón Ásgeir skorar á Steinunni að skýra mál sitt Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, að tilgreina þá peninga og eignir sem hún og rannsóknarfyrirtækið Kroll segjast hafa fundið. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var haft eftir Steinunni að Kroll telji sig hafa fundið eignir sem vísbendingar séu um að tilheyri sjömenningunum sem slitastjórnin hefur stefnt fyrir dómi í New York. 30. september 2010 12:18
Kroll telur sig hafa fundið faldar eignir Jóns Ásgeirs og félaga Slitastjórn Glitnis telur sig hafa fundið eignir sem tilheyra sjömenningunum sem hún hefur stefnt fyrir dómi í New York. Slitastjórnin telur sig geta endurheimt töluverða fjármuni í þeirra eigu, vinni hún málið fyrir dómi. 29. september 2010 18:32