Erlent

160 manns fórust í snjóflóði í Afganistan

Að minnsta kosti 160 manns eru látnir eftir að nokkur snjóflóð féllu í fjölförnu fjallaskarði norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans. Björgunarsveitir reyna nú að komast að fólki sem er fast í farartækjum sínum í skarðinu en talið er að nokkur hundruð manns séu enn fastir í skarðinu. Þegar hefur tekist að bjarga um 2500 manns. Frá því á mánudag hafa að minnsta kosti 24 snjóflóð fallið í skarðinu og því er tæplega fjögurra kílómetra vegarkafli lokaður af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×