Erlent

Hákarlar þefa uppi bráð sína

Þessi er reyndar svo heppinn að fá matinn beint úr hendi kafara, en oftar þurfa hákarlar að hafa meira fyrir fæðunni.nordicphotos/AFP
Þessi er reyndar svo heppinn að fá matinn beint úr hendi kafara, en oftar þurfa hákarlar að hafa meira fyrir fæðunni.nordicphotos/AFP

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa nú staðfest það, sem margir þóttust vita, að hákarlar beita lyktarskyni þegar þeir elta uppi bráð sína í hafinu.

Í ljós kom að hákarlar hafa afar næmt lyktarskyn sem gerir þeim kleift að finna til hvorrar nasar lykt af bráð berst fyrr, og synda þá snarlega í þá átt. Tímamunurinn þarf ekki að vera nema hálf sekúnda til þess að þeir geti greint muninn.

Þannig geta hákarlar auðveldlega fylgt eftir bráð sinni þótt hún reyni að hrista þá af sér.

Áður var talið að hákarlar gætu greint mismunandi magn lyktarsameinda í hvorri nös, en sú kenning stenst ekki þessar rannsóknir, sem Jayne Gardiner, annar vísindamannanna sem birtu grein um rannsóknir sínar í tímaritinu Current Biology.

Rannsóknirnar fóru þannig fram að á hákarla var settur höfuð­búnaður sem dældi lyktarefni í nasir hákarlsins. Prófað var að hafa tímamuninn misjafnan, en síðan var fylgst grannt með hegðun hákarlanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×