Sjópróf á gullskipinu? Sverrir Björnsson skrifar 27. september 2010 06:00 Skútan sigldi í strand og nú eiga að fara fram sjópróf. Skipið var á farsælli siglingu á ládauðum sjó þegar nokkrir úr áhöfninni tóku að bora eftir gulli niðri í lest. Götin á botninum urðu of mörg og of stór, sjór flæddi um allt og eyðilagði að lokum mest af farminum og flest stjórntækin. Með naumindum tókst að sigla skipinu upp á sker og marar það nú þar í hálfu kafi. Sjálfsagt að halda sjópróf og finna út hvað gerðist, hvort brugðist hafi verið rétt við og hvort skaðabótaábyrgð sé til staðar. Nei, engin sjópróf takk! Segja stjórnendur skútunnar. Þetta er eingöngu þeim sem boruðu götin á botninn að kenna og þeir einir skulu kallaðir til ábyrgðar. Skipstjórinn hefur dregið sig inn í skel en hefur þó skrifað eitt bréf þar sem hann lýsir vandlætingu sinni á sjóprófunum. Stýrimennirnir tveir reyna að þegja sig frá málinu en loftskeytakonan berst um á hæl og hnakka með fundarhöldum og bréfaskriftum gegn því að prófin fari fram. Hún telur sig ábyrgðarlausa og fráleitt að hún taki þátt í sjóprófum. Vel má vera að hún eigi enga sök í málinu en væri þá ekki gott að hún yrði hreinsuð af ábyrgð fyrir fullt og fast? Fordæmið gerir málið mikilvægt því ef þessum stjórnendum tekst að komast hjá að standa ábyrgir gerða sinna sleppa líklega flestir aðrir úr áhöfninni. Til dæmis þurfa vélstjórarnir þá væntanlega ekki heldur að svara til saka fyrir sín afglöp í starfi: t.d. lélegt eftirlit og að láta undir höfuð leggjast að hafa nægilega öflugar lensidælur um borð. (Lensidælur dæla út sjó sem kemur í skip.) Einnig að mælitæki sem hefðu getað varað við slysinu í tíma voru í lamasessi eða aflögð af yfirvélstjóranum sjálfum. (Þess má geta að í hans skipstjórnartíð lét hann borana í hendur hásetanna.) Loksins þegar yfirvélstjórinn drattaðist upp í brú og tilkynnti að lekinn væri að verða óviðráðanlegur var of mikill sjór kominn í skipið til að því yrði bjargað. Líkur benda þó til þess að skipstjórnarmennirnir hefðu getað bjargað töluverðu af farmi skipsins og eigum farþeganna ef þeir hefðu gripið til réttra ráðstafana á þeim tímapunkti. Í staðinn sendu þeir skeyti um allt um að allt væri í fínasta lagi. Sú var tíðin að skipstjóri átti að vera tilbúinn til að fara niður með skipi sínu en nú æja yfirmenn og kvarta hástöfum ef það pusar á þá. Menn þurfa að átta sig á að það er meira í húfi en þeir og þeirra persónur og hafa stærð til að láta almannheill ganga framar sínum persónulegu hagsmunum. Sjópróf þar sem allar orsakir slyssins eru kannaðar og ábyrgð er dregin fram eru ekki síst haldin til að koma í veg fyrir að sömu vitleysurnar endurtaki sig. Þó að við farþegarnir höfum allir verið viti okkar fjær í villtu geymi í borðsalnum að fagna gullfundinum þegar slysið varð, eigum við rétt á því að allt málið sé rannsakað og dæmt ef sök er til staðar. Allir um borð hafa þurft að fara í gegnum ef og hefði í sinni prívat innri endurskoðun og þurft að taka afleiðingum gjörða sinna. Ekki er til mikils mælst þó stjórnendurnir geri það líka. Þar sem þeir voru í opinberum embættum þarf að gera það opinberlega. Gleymum því ekki þó allnokkrir farþegar á fyrsta farrými hafi bjargað miklu af sínu þá misstu þúsundir allt. Tjónið er stórt og snertir alla, því okkar bíður að gera skútuna upp með miklum tilkostnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skútan sigldi í strand og nú eiga að fara fram sjópróf. Skipið var á farsælli siglingu á ládauðum sjó þegar nokkrir úr áhöfninni tóku að bora eftir gulli niðri í lest. Götin á botninum urðu of mörg og of stór, sjór flæddi um allt og eyðilagði að lokum mest af farminum og flest stjórntækin. Með naumindum tókst að sigla skipinu upp á sker og marar það nú þar í hálfu kafi. Sjálfsagt að halda sjópróf og finna út hvað gerðist, hvort brugðist hafi verið rétt við og hvort skaðabótaábyrgð sé til staðar. Nei, engin sjópróf takk! Segja stjórnendur skútunnar. Þetta er eingöngu þeim sem boruðu götin á botninn að kenna og þeir einir skulu kallaðir til ábyrgðar. Skipstjórinn hefur dregið sig inn í skel en hefur þó skrifað eitt bréf þar sem hann lýsir vandlætingu sinni á sjóprófunum. Stýrimennirnir tveir reyna að þegja sig frá málinu en loftskeytakonan berst um á hæl og hnakka með fundarhöldum og bréfaskriftum gegn því að prófin fari fram. Hún telur sig ábyrgðarlausa og fráleitt að hún taki þátt í sjóprófum. Vel má vera að hún eigi enga sök í málinu en væri þá ekki gott að hún yrði hreinsuð af ábyrgð fyrir fullt og fast? Fordæmið gerir málið mikilvægt því ef þessum stjórnendum tekst að komast hjá að standa ábyrgir gerða sinna sleppa líklega flestir aðrir úr áhöfninni. Til dæmis þurfa vélstjórarnir þá væntanlega ekki heldur að svara til saka fyrir sín afglöp í starfi: t.d. lélegt eftirlit og að láta undir höfuð leggjast að hafa nægilega öflugar lensidælur um borð. (Lensidælur dæla út sjó sem kemur í skip.) Einnig að mælitæki sem hefðu getað varað við slysinu í tíma voru í lamasessi eða aflögð af yfirvélstjóranum sjálfum. (Þess má geta að í hans skipstjórnartíð lét hann borana í hendur hásetanna.) Loksins þegar yfirvélstjórinn drattaðist upp í brú og tilkynnti að lekinn væri að verða óviðráðanlegur var of mikill sjór kominn í skipið til að því yrði bjargað. Líkur benda þó til þess að skipstjórnarmennirnir hefðu getað bjargað töluverðu af farmi skipsins og eigum farþeganna ef þeir hefðu gripið til réttra ráðstafana á þeim tímapunkti. Í staðinn sendu þeir skeyti um allt um að allt væri í fínasta lagi. Sú var tíðin að skipstjóri átti að vera tilbúinn til að fara niður með skipi sínu en nú æja yfirmenn og kvarta hástöfum ef það pusar á þá. Menn þurfa að átta sig á að það er meira í húfi en þeir og þeirra persónur og hafa stærð til að láta almannheill ganga framar sínum persónulegu hagsmunum. Sjópróf þar sem allar orsakir slyssins eru kannaðar og ábyrgð er dregin fram eru ekki síst haldin til að koma í veg fyrir að sömu vitleysurnar endurtaki sig. Þó að við farþegarnir höfum allir verið viti okkar fjær í villtu geymi í borðsalnum að fagna gullfundinum þegar slysið varð, eigum við rétt á því að allt málið sé rannsakað og dæmt ef sök er til staðar. Allir um borð hafa þurft að fara í gegnum ef og hefði í sinni prívat innri endurskoðun og þurft að taka afleiðingum gjörða sinna. Ekki er til mikils mælst þó stjórnendurnir geri það líka. Þar sem þeir voru í opinberum embættum þarf að gera það opinberlega. Gleymum því ekki þó allnokkrir farþegar á fyrsta farrými hafi bjargað miklu af sínu þá misstu þúsundir allt. Tjónið er stórt og snertir alla, því okkar bíður að gera skútuna upp með miklum tilkostnaði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun