Innlent

Tveggja rjúpnaskytta leitað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir höfðu ætlað á rjúpnaskytterí. Mynd/ GVA.
Mennirnir höfðu ætlað á rjúpnaskytterí. Mynd/ GVA.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leituðu tveggja rjúpnaskytta sem saknað var eftir miðnættið í gær. Skytturnar höfðu ætlað til veiða við Skjaldbreið.

Mennirnir fundust heilir á húfi við fjallið Kerlingu upp úr klukkan tvö í nótt en bíll þeirra hafði bilað. Björgunarsveitamenn komu bílnum í gang og fylgdu rjúpnaskyttunum til byggða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×