Erlent

Demókratar gætu misst Kennedy-sætið

MYND/AP

Íbúar bandaríska ríkisins Massachussetts ganga til kosninga í dag en kosið er um sæti í bandarísku öldungadeildinni sem losnaði þegar Edward Kennedy lést í ágúst í fyrra.

Samkvæmt spám er afar mjótt á mununum á milli fulltrúa Demókrata og Repúblikana en fyrirfram var búist við öruggum sigri Demókrata. Dómsmálaráðherrann Martha Coakley hefur farið halloka undanfarið í könnunum og Repúblikaninn Scott Brown sækir hart á. Nái hann sætinu veldur það því að Demókratar geta ekki komið í veg fyrir málþóf í öldungadeildinni en hingað til hafa þeir haft 60 sæta meirihluta.

Það gæti aftur haft afleiðingar fyrir Barack Obama forseta sem reynir nú að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi sínu í gegnum þingið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×