Erlent

Haítíbúar flýja á flekum

Hægt er að skoða kortið í stærri upplausn með því að smella á myndina.
Hægt er að skoða kortið í stærri upplausn með því að smella á myndina.
Fjölmargir Haítíbúar hafa reynt að flýja frá landinu til eyja í Karíbahafinu. Yfirvöld Turks- og Caicoseyjum hafa síðustu daga bjargað meira en hundrað manns, þar á meðal börnum, á flekum í grennd við eyjarnar sem eru í 145 kílómetra fjarlægð frá Haítí. Haítíbúarnir verða ekki sendir til baka eins og gjarnan er gert þegar um flóttamenn er að ræða.

Talið er að 200 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum 12. janúar og 1,5 milljón Haítíbúa séu heimilislausir. Sameinuðu þjóðirnar áætla að endurreisa þurfi 75% af höfuðborgarinnar, Port au Prince.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×