Ekkjur eða óreiðumenn? 21. mars 2010 17:47 Sagt var frá því um daginn í einu dagblaðanna að kona sem missti manninn sinn fyrir skemmstu hefði fengið synjun hjá bankanum sínum þegar hún fór fram á niðurfellingu verðbóta upp á kr. 1.5 milljónir (en ætlaði að borga höfuðstólinn). Konan sér ein fyrir börnum sínum þremur og á erfitt með að láta enda ná saman. Á sama tíma var sagt frá því í öðru dagblaði að Arion banki hefði á síðasta ári fellt niður kr. 565.327.000 verðbætur og gengistap lána hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ekki kom fram hvort félaginu hefði verið synjað um niðurfellingu ef einhver hefði látist í þeirra herbúðum. Í tilfelli Sláturfélags Suðurlands er augljóslega ekki neinni óheppni til að dreifa, nema náttúrulega þeirri sem tengist forstjóra þess og stjórn beint. Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að koma yfir 100 ára gömlu félagi í þá stöðu að val viðskiptabanka þess standi á milli þess að endurskipuleggja það fjárhagslega og leysa það upp. Sérstaklega þegar litið er til þess að Sláturfélag Suðurlands var hvorki í útrás né skuldsettum yfirtökum. Forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sem samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009, var með tæplega kr. 2.000.000 í mánaðarlaun, var keikur þegar hann þurfti að viðurkenna niðurfellinguna enda ekki spurður hvernig á henni gat eiginlega staðið. Endurskipulagningunni væri ekki lokið, sagði hann, án þess að hann vildi fara út í nánari smáatriði (svo sem kannski eins og einhverjar niðurfellingar í viðbót). Forstjórinn tilkynnti hins vegar hvorki um afsögn sína né hvenær hann myndi endurgreiða eigendum félagsins laun sín fyrir síðastliðin ár. Og Arion banki vildi ekki tjá sig um málið (enda enginn hótað Finni bankastjóra neinu eins og síðast og því óþarfi að rjúfa bankaleynd) og sagði eðlilegast að fyrirtækið svaraði sjálft fyrir sig. Það liggur því ekki fyrir hvort eigendur Sláturfélags Suðurlands, bændurnir, þurfi að koma með nýtt fjármagn inn í hið kafsiglda félag. Ekki liggur heldur fyrir hvort og þá hvenær skipt verður um forstjóra og/eða stjórn þess. Það er hins vegar ljóst að Arion banki getur ekki forsvarað það að hafa við stjórnvölinn hjá Sláturfélagi Suðurlands forstjóra og stjórn sem tekst hefur með jafn miklum glæsibrag að sigla því í strand. Við mat bankans á áframhaldandi þátttöku eigenda og stjórnenda skal, samkvæmt verklagsreglum bankans, meðal annars litið til þess hvort þeir teljist hafa færni og/þekkingu sem er verðmæt viðkomandi rekstri. Færni í því að sigla félagi í þrot, sem hvorki var í útrás eða skuldsettum yfirtökum, telst tæpast verðmæt þó til sanns vegar megi færa að hún sé svo sannarlega einstök! Niðurfelling á verðbótum og gengistapi lána hjá Sláturfélagi Suðurlands er hreint út sagt ótrúleg. Þetta átti einfaldlega ekki að vera hægt! Ekki einu sinni þó forstjórinn hefði verið þekktur af því að vera spaugari og verið að gera þetta að gamni sínu. Bændurnir, eigendur félagsins, hljóta að taka á því máli. Og ef ekki þá Arion banki. En fréttin um ekkjuna er samt ennþá ótrúlegri. Í hvers konar þjóðfélagi búum við eiginlega? Hvernig er hægt að verðlauna óreiðumenn, með niðurfellingu skulda og áframhaldandi ofurlaunum, en gera ekkert á sama tima fyrir þriggja barna móðir sem lendir í því að missa manninn sinn? Oddur Eysteinn Friðriksson, menntaskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt var frá því um daginn í einu dagblaðanna að kona sem missti manninn sinn fyrir skemmstu hefði fengið synjun hjá bankanum sínum þegar hún fór fram á niðurfellingu verðbóta upp á kr. 1.5 milljónir (en ætlaði að borga höfuðstólinn). Konan sér ein fyrir börnum sínum þremur og á erfitt með að láta enda ná saman. Á sama tíma var sagt frá því í öðru dagblaði að Arion banki hefði á síðasta ári fellt niður kr. 565.327.000 verðbætur og gengistap lána hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ekki kom fram hvort félaginu hefði verið synjað um niðurfellingu ef einhver hefði látist í þeirra herbúðum. Í tilfelli Sláturfélags Suðurlands er augljóslega ekki neinni óheppni til að dreifa, nema náttúrulega þeirri sem tengist forstjóra þess og stjórn beint. Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að koma yfir 100 ára gömlu félagi í þá stöðu að val viðskiptabanka þess standi á milli þess að endurskipuleggja það fjárhagslega og leysa það upp. Sérstaklega þegar litið er til þess að Sláturfélag Suðurlands var hvorki í útrás né skuldsettum yfirtökum. Forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sem samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009, var með tæplega kr. 2.000.000 í mánaðarlaun, var keikur þegar hann þurfti að viðurkenna niðurfellinguna enda ekki spurður hvernig á henni gat eiginlega staðið. Endurskipulagningunni væri ekki lokið, sagði hann, án þess að hann vildi fara út í nánari smáatriði (svo sem kannski eins og einhverjar niðurfellingar í viðbót). Forstjórinn tilkynnti hins vegar hvorki um afsögn sína né hvenær hann myndi endurgreiða eigendum félagsins laun sín fyrir síðastliðin ár. Og Arion banki vildi ekki tjá sig um málið (enda enginn hótað Finni bankastjóra neinu eins og síðast og því óþarfi að rjúfa bankaleynd) og sagði eðlilegast að fyrirtækið svaraði sjálft fyrir sig. Það liggur því ekki fyrir hvort eigendur Sláturfélags Suðurlands, bændurnir, þurfi að koma með nýtt fjármagn inn í hið kafsiglda félag. Ekki liggur heldur fyrir hvort og þá hvenær skipt verður um forstjóra og/eða stjórn þess. Það er hins vegar ljóst að Arion banki getur ekki forsvarað það að hafa við stjórnvölinn hjá Sláturfélagi Suðurlands forstjóra og stjórn sem tekst hefur með jafn miklum glæsibrag að sigla því í strand. Við mat bankans á áframhaldandi þátttöku eigenda og stjórnenda skal, samkvæmt verklagsreglum bankans, meðal annars litið til þess hvort þeir teljist hafa færni og/þekkingu sem er verðmæt viðkomandi rekstri. Færni í því að sigla félagi í þrot, sem hvorki var í útrás eða skuldsettum yfirtökum, telst tæpast verðmæt þó til sanns vegar megi færa að hún sé svo sannarlega einstök! Niðurfelling á verðbótum og gengistapi lána hjá Sláturfélagi Suðurlands er hreint út sagt ótrúleg. Þetta átti einfaldlega ekki að vera hægt! Ekki einu sinni þó forstjórinn hefði verið þekktur af því að vera spaugari og verið að gera þetta að gamni sínu. Bændurnir, eigendur félagsins, hljóta að taka á því máli. Og ef ekki þá Arion banki. En fréttin um ekkjuna er samt ennþá ótrúlegri. Í hvers konar þjóðfélagi búum við eiginlega? Hvernig er hægt að verðlauna óreiðumenn, með niðurfellingu skulda og áframhaldandi ofurlaunum, en gera ekkert á sama tima fyrir þriggja barna móðir sem lendir í því að missa manninn sinn? Oddur Eysteinn Friðriksson, menntaskólanemi
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun