Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak 30. janúar 2010 04:00 Hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan húsakynni rannsóknarnefndarinnar í London meðan Blair bar þar vitni. fréttablaðið/AP „Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
„Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira