Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak 30. janúar 2010 04:00 Hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan húsakynni rannsóknarnefndarinnar í London meðan Blair bar þar vitni. fréttablaðið/AP „Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
„Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira