Stærstu eigendur Byrs „misnotuðu aðstöðu sína“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2010 18:45 Formaður stofnfjáreigenda hjá Byr segir að risalán án veða til stærstu eigenda Byrs, sýni að stofnfjáraukningin frá árinu 2007 hafi verið blekking og að stærstu eigendurnir hafi misnotað aðstöðu sína. Byr þarf líklega að afskrifa þrettán milljarða vegna lána til eiganda og tengdra aðila. Fréttastofa Rúv greindi frá því á föstudag að stærstu stofnfjáreigendur Byrs sparisjóðs og tengdir aðilar skulduðu sparisjóðnum sextán milljarða króna, samkvæmt lánabók. Búist er við að afskrifa þurfi þrettán milljarða vegna þessa, en í fæstum tilvikum er um persónulegar ábyrgðir að ræða. Þrjú félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulda fjóran og hálfan milljarð, en Þorsteinn átti tveggja prósenta hlut í Byr. Afskrifa þarf þessi lán að fullu. Félög tengd Jóni Þorsteini Jónssyni skulda þrjá milljarða, en Jón átti sex prósenta hlut í Byr. Hannes Smárason fékk milljarð hjá Byr og Stoðir, áður FL Group, þrjá milljarða króna. Þá skuldar Baugur sparsjóðnum fjóran og hálfan milljarð króna, en Baugur er gjaldþrota svo óvíst er að nokkuð fáist upp í kröfuna. Sýnir þetta ekki að stærstu stofnfjáreigendurnir hafi notað sparisjóðinn sem nokkurs konar einkabanka? „Maður er hræddur um að stærstu stofnfjáreigendurnir hafi skarað eld að sinni köku og þar með misnotað aðstöðu sína." Stofnfjáraukning fór fram í Byr árið 2007 upp á 29 milljarða króna. Þá lánaði Glitnir, sem var að stærstum hluta í eigu sömu aðila, tíu milljarða fyrir stofnfjáraukningunni. „Markmið stofnfjáraukningarinnar var að styrkja rekstur og undirstöður Byrs, en maður er farinn að halda að þessir peningar hafi einungis átt að renna í það að búa til nýtt lánsfé fyrir stóra stofnfjáreigendur." Er eitthvað sem réttlætir það að sparisjóðurinn hafi lánað stærstu stofnfjáreigendum og tengdum aðilum svona háar upphæðir án veða? „Þetta kom mér veruleg á óvart. Ég hélt að sparisjóðir störfuðu þannig að þeir lánuðu ekki peninga nema gegn tryggum veðum og helst sjálfskuldarábyrgðum," segir Eggert Þór. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Formaður stofnfjáreigenda hjá Byr segir að risalán án veða til stærstu eigenda Byrs, sýni að stofnfjáraukningin frá árinu 2007 hafi verið blekking og að stærstu eigendurnir hafi misnotað aðstöðu sína. Byr þarf líklega að afskrifa þrettán milljarða vegna lána til eiganda og tengdra aðila. Fréttastofa Rúv greindi frá því á föstudag að stærstu stofnfjáreigendur Byrs sparisjóðs og tengdir aðilar skulduðu sparisjóðnum sextán milljarða króna, samkvæmt lánabók. Búist er við að afskrifa þurfi þrettán milljarða vegna þessa, en í fæstum tilvikum er um persónulegar ábyrgðir að ræða. Þrjú félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulda fjóran og hálfan milljarð, en Þorsteinn átti tveggja prósenta hlut í Byr. Afskrifa þarf þessi lán að fullu. Félög tengd Jóni Þorsteini Jónssyni skulda þrjá milljarða, en Jón átti sex prósenta hlut í Byr. Hannes Smárason fékk milljarð hjá Byr og Stoðir, áður FL Group, þrjá milljarða króna. Þá skuldar Baugur sparsjóðnum fjóran og hálfan milljarð króna, en Baugur er gjaldþrota svo óvíst er að nokkuð fáist upp í kröfuna. Sýnir þetta ekki að stærstu stofnfjáreigendurnir hafi notað sparisjóðinn sem nokkurs konar einkabanka? „Maður er hræddur um að stærstu stofnfjáreigendurnir hafi skarað eld að sinni köku og þar með misnotað aðstöðu sína." Stofnfjáraukning fór fram í Byr árið 2007 upp á 29 milljarða króna. Þá lánaði Glitnir, sem var að stærstum hluta í eigu sömu aðila, tíu milljarða fyrir stofnfjáraukningunni. „Markmið stofnfjáraukningarinnar var að styrkja rekstur og undirstöður Byrs, en maður er farinn að halda að þessir peningar hafi einungis átt að renna í það að búa til nýtt lánsfé fyrir stóra stofnfjáreigendur." Er eitthvað sem réttlætir það að sparisjóðurinn hafi lánað stærstu stofnfjáreigendum og tengdum aðilum svona háar upphæðir án veða? „Þetta kom mér veruleg á óvart. Ég hélt að sparisjóðir störfuðu þannig að þeir lánuðu ekki peninga nema gegn tryggum veðum og helst sjálfskuldarábyrgðum," segir Eggert Þór.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira