Erlent

Rússneskur hundur kafaði með eiganda sínum

Trygglyndi hunda við eigendur sína á sér fá takmörk. Sergei Gorbunov sem býr í þorpinu Slavyanka skammt frá Vladivostok í Rússlandi er mikill áhugamaður um köfun. Hann vildi að hundurinn hans Boniface fengi að upplifa undirdjúpin af eigin raun og útbjó köfunarbúnað fyrir hundinn.

Boniface sýndi mikla þolinmæði þegar Sergei færði hann með miklum tilfæringum í sérhannaðan kafarabúning og setti á hann plexíglerhjálm. Svo var komið að því að kafa og mátti heyra Boniface væla aumkunarlega inni í hjálminum. En eigandinn segir að hann hafi róast þegar hann sá eigandann einnig neðansjávar. Hann bjóst þó ekki við að Boniface myndi leggja köfun fyrir sig í framtíðinni. Eitt skipti hafi verið nóg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×