Adrian Sutil hefur verið hjá Force India síðustu ár og er bjartsýnn á komandi tímabil.
"Ég tel að það verði mikilvægt að vera stöðugur frá fyrsta móti og ég myndi vilja vera um miðjan hóp í Bahrain. Við erum á réttum tíma með bílinn í fyrsta skipti og ættum því að geta sýnt getu bílsins og ég hvað býr í mér", sagði Sutil sem er einn af mörgum þýskum ökumönnunum í Formúlu 1.
Félagi hans Tonio Liuzzi telur sig kláran í baráttuna, en hann var þróunarökumaður liðsins í eitt og hálft ár.
"Ég er andlega og líkamlega tilbúinn. Ég vil ná í stig eins oft of færi gefst og kannski meira sé inn í myndinni ef við hittum naglann á höfuðið", sagði Liuzzi
Mikilvægt tímabil framundan
