Formúla 1 í Rússlandi frá 2014-2020 14. október 2010 12:53 Lewis Hamilton í baráttu við Vitaly Petrov frá Rússlandi. Mynd: Getty Images Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið. Fyrsta mótið verður 2014, á sama ári og vertrarolympíuleikarnir fara fram í borginni Socchi. "Við höfum náð samkomulagi við eigendur Formúlu 1 að Socchi verði mótshaldari fyrir rússneska Formúlu 1 mótið (Grand Prix) frá 2014 til 2020", sagði Putin um málið í frétt á bbc.co.uk. Áður hafði Ecclestone reynt að fá mótshald í Moskvu og Sankti Pétursborg, en þær hugmyndir gengu ekki eftir. Einn Rússi er í Formúlu 1 og það er Vitaly Petrov hjá Renault. Staða hans fyrir næsta ár er óljós, en hann hefur ekki náð eftirtektarverðum árangri enn sem komið er, en rússnesk fyrirtæki auglýsa hjá Renault. Putin hittir Ecclestone að máli á næstunni vegna Formúlu 1 málsins, en Bretinn hefur farið víða í samningamálum vegna Formúlu 1. Um aðra helgi verður keppt í Suður Kóreu í fyrsta skipti (sjá brautina) og á næsta ári verður keppt í Indlandi í fyrsta skipti, á braut í við Nýju Dehli. Þá verður keppt í Austin í Texas í Bandaríkjunum í fyrsta skipti árið 2012. Líklegt er að 20 móta hámark verði á Formúlu 1 mótum á ári hverju, en 20 mót eru á dagskrá 2011 og ljóst að einhver mót munu því detta útaf sakramentinu á næsta ári. Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið. Fyrsta mótið verður 2014, á sama ári og vertrarolympíuleikarnir fara fram í borginni Socchi. "Við höfum náð samkomulagi við eigendur Formúlu 1 að Socchi verði mótshaldari fyrir rússneska Formúlu 1 mótið (Grand Prix) frá 2014 til 2020", sagði Putin um málið í frétt á bbc.co.uk. Áður hafði Ecclestone reynt að fá mótshald í Moskvu og Sankti Pétursborg, en þær hugmyndir gengu ekki eftir. Einn Rússi er í Formúlu 1 og það er Vitaly Petrov hjá Renault. Staða hans fyrir næsta ár er óljós, en hann hefur ekki náð eftirtektarverðum árangri enn sem komið er, en rússnesk fyrirtæki auglýsa hjá Renault. Putin hittir Ecclestone að máli á næstunni vegna Formúlu 1 málsins, en Bretinn hefur farið víða í samningamálum vegna Formúlu 1. Um aðra helgi verður keppt í Suður Kóreu í fyrsta skipti (sjá brautina) og á næsta ári verður keppt í Indlandi í fyrsta skipti, á braut í við Nýju Dehli. Þá verður keppt í Austin í Texas í Bandaríkjunum í fyrsta skipti árið 2012. Líklegt er að 20 móta hámark verði á Formúlu 1 mótum á ári hverju, en 20 mót eru á dagskrá 2011 og ljóst að einhver mót munu því detta útaf sakramentinu á næsta ári.
Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira