Erlent

Óvissa eftir þingkosningar í Ástralíu

Kosningar í Ástralíu.
Kosningar í Ástralíu.

Vika gæti liðið áður en endanleg úrslit liggja fyrir í þingkosningum sem fram fóru í Ástralíu í gær.

Verkamannaflokkurinn sem fer með stjórn landsins hefur fengið 71 þingsæti og sömuleiðis Frjálslyndiflokkurinn, en 76 þingsæti þarf til að ná hreinum meirihluta á ástralska þinginu.

Júlía Gillard, forsætisráðherra landsins og leiðtogi Verkamannaflokksins, segist ætla að fara með völd þar til endanleg úrslit liggja fyrir. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Ástralíu og boðaði til kosninga fljótlega eftir að hún tók við leiðtogaembættinu fyrir tveimur mánuðum.

Stóru flokkarnir gætu á endanum þurft að reiða sig á stuðning sjálfstæðra þingmanna til að ná meirihluta og því er fullkomlega óljóst hvor stóru flokkanna fer með völd í landinu á komandi kjörtímabili.

Ekki hefur verið svo naumt á munum í kosningum í Ástralíu í fimmtíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×