Viðskipti innlent

Erlendar tekjur sjávarútvegs 212 milljarðar í fyrra

Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi landsmanna nam 42,42% á síðasta ári. Vöruútflutningurinn í heild nam rétt tæpum 500 milljörðum kr. og er hlutur útgerðar og fiskvinnslu því um 212 milljarðar kr.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að hlutfall í fyrra sé 5,7 prósentustigum hærra en árið 2008 er það var 36,75% og ívið hærra en árið 2007 er það var 41,82%.

Hlutfall sjávarútvegs af vergri landsframleiðslu var 13,76% og hefur ekki verið hærra frá árinu 2002.

Þótt hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi sé enn verulegt hefur það lækkað umtalsvert undanfarin hálfan annan áratug. Þannig var það 77,7% árið 1994 en var komið niður í um 60% tíu árum síðar.

Hvað mikilvægi fyrir landsframleiðsluna má nefna til samanburðar að hlutfall sjávarútvegs af vergri landsframleiðslu var 19,87% árið 1994 en var 13,69% árið 2003.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×