Lífið

Trúir á endalausa ástarsorg

Dominic Cooper.MYND/Cover Media
Dominic Cooper.MYND/Cover Media

Breski leikarinn Dominic Cooper, 32 ára, sem sló í gegn í kvikmyndinni Mamma Mía!, er neikvæður þegar talið berst að ástinni. Hann heldur því fram að í framtíðinni muni hann ekki nokkurn tíman finna hina einu sönnu ást og að hjarta hans verði brotið aftur og aftur.

Dominic er á lausu því hann er óheppinn að hans mati.

„Alltaf! Ég er maður með brotið hjarta og ég held að það verði ávallt þannig hjá mér," svaraði Dominic spurður hvort hjarta hans væri í molum en mótleikkona hans í kvikmyndinni Mamma Mia!, Amanda Seyfried, sagði honum upp fyrir ekki svo löngu.

Leikarinn er enn að jafna sig eftir sambandsslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.